Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Fréttasafn

Opið hús í Vinaminni miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13:15

Söngur og spjall ásamt skemmtilegum fróðleik og styrktaræfingum fyrir heilann er þema dagisins í opnu húsi 8. nóvember. Sr. Ólöf leiðir samveruna, Hilmar organisti leikur við hvern sinn fingur og jafnvel á píanóið líka. Verið velkomin! Velkomin í starfið okkar á miðvikudögum! Kyrrðarstund og súpa – næring fyrir líkama og sál Alla  miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10. Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka [...]

7. nóvember, 2023|

Allra heilagra messa sunnudaginn 5. nóvember

Sunnudaginn 5. nóvember er Allra heilagra messa í kirkjum landsins. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og heiðrum minningu þeirra sem hafa kvatt okkur síðastliðið ár. Við messu kl. 20 í Akraneskirkju verða lesin nöfn þeirra sem voru jarðsungin í Garða- og Sauarbæjarprestakalli frá Allra heilagra messu árið 2022. Einnig verða tendruð kertaljós til minningar um látna ástvini. Messan er gott tækifæri til að heiðra minningu þeirra sem hafa kvatt okkur og eins [...]

3. nóvember, 2023|

Tónleikar Kalman listfélags í Vinaminni fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20. Ástir og drykkja – söngvar og aríur um ástir, örlög og bús

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari koma fram á fyrstu tónleikum haustsins hjá Kalman listafélagi fimmtudaginn 2. nóvember nk. kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er ,,Ástir og drykkja - söngvar og aríur um ástir, örlög og bús" en þar flytja þau söngdagskrá sem samanstendur af íslenskum sönglögum og aríum úr óperum sem fjalla annað hvort um drykkju eða ást - nema hvort tveggja sé! Sönglögin eru kokteill af þekktum slögurum og [...]

1. nóvember, 2023|

Karlakaffi miðvikudaginn 1. nóvember kl. 13:30

Karlakaffi Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, mætir í karlakaffi nóvembermánaðar. Hann segir frá ýmsu varðandi blaðaútgáfu og breytingar þar á sl. ár, og ef til vill lumar hann á sögum úr starfinu. Karlakaffið er fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 13:30 þar sem góðir gestir segja frá starfi sínu, áhugamáli, lífsferli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Kaffi og meðlæti [...]

30. október, 2023|

Helgihald sunnudaginn 29. október

Hallgrímskirkja í Saurbæ: Sunnudagur 29. október kl. 11:00 Hátíðarmessa Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar fyrir altari og séra Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi bíslubiskup prédikar. Kór Suarbæjarprestakalls hins forna leiðir söng og Margrét Bóasdóttir, sópran, syngur. Organisti er Zsuzsanna Budai. Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Það má koma í búningum í sunnudagaskólann í tilefni af hrekkjavöku. Bleik messa kl. 20. Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Liv Åse Skarstad segja frá sinni reynslu. Sigrún Dóra Jóhannsdóttir verður einsöngvari og [...]

26. október, 2023|

Hallgrímsdagar 27. – 29. október

Það verður fjölbreytt dagskrá á Hallgrímsdögum 27. - 29. október. Föstudagur 27. október kl. 19:30: Stofnfundur Hollvinafélags Hallgrímskirkju. 20:00 Hallgrímsvaka Dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín: Landssöfnunin og byggingarsaga kirkjunnar sem ekki var reist. Laufey Sigurðardóttir: Partíta í E dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J. S. Bach. Þorsteinn Helgason, prófessor emeritus: Bréfaskóli Hallgríms Péturssonar. Aðgangur ókeypis Laugardagur 28. október kl. 17:00 Kórtónleikar - Kammerkór Seltjarnarneskirkju flytur fjölbreytta efnisskrá. Stjórnandi: Friðrik Vignir Stefánsson. Aðgangur ókeypis Sunnudagur 29. október [...]

24. október, 2023|

Jól í skókassa

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða [...]

24. október, 2023|

Opið hús í Vinaminni miðvikudaginn 25. október: Hildur sjúkraþjálfari

Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, sjúkraþjálfari, mætir hress í opna húsið þennan síðasta miðvikudag í október. Hún fræðir okkur um hreyfingu og ýmislegt sem hægt er að gera til að bæta líðan. Stundin hefst kl. 13:15, kaffi og spjall í lokin. Kyrrðarstundin er að sjálfsögðu kl. 12:10 í Akraneskirkju og súpa á eftir í Vinaminni, kr. 500. Velkomin í starfið okkar á miðvikudögum! Kyrrðarstund og súpa – næring fyrir líkama og sál Alla  miðvikudaga er kyrrðarstund [...]

24. október, 2023|

Fræðslukvöld í Vinaminni: Nöfn í Biblíunni

Mánudaginn 23. október kl. 20 er fyrsta fræðslukvöldið okkar en við hófum að halda fræðslukvöld á mánudegi sl. vetur, þar sem ýmis efni eru tekin fyrir. Nöfnin í Biblíunni eru mörg og hafa sum hver ratað inn á íslenska mannanafnaskrá. Í erindinu er fjallað um nöfnin, einkum þau sem þekkt eru á íslenskri tungu. Hvað merkja þau, hver er saga persónanna og fleira er meðal þess sem fjallað er um. Sr. Ólöf Margrét flytur [...]

19. október, 2023|

Akraneskirkja sunnudaginn 22. október

Sunnudagaskóli kl. 11 með söng og gleði. Öll börn fá mynd dagsins. Ása Kolbrún leiðir stundina, Valgerður Jónsdóttir spilar undir söng. Verið velkomin! Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kór Akraneskirkju syngur ljúfa kvöldsálma, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét þjónar, meðhjálpari Helga Sesselja. Verið velkomin til kirkju!

18. október, 2023|

Minningarstund á alþjóðlegum degi barnsmissis

15. október er alþjóðlegur dagur barnsmissis. Dagurinn er helgaður minningu þeirra barna sem létust í móðurkviði, í fæðingu eða eftir hana. Þennan dag er haldin minningarstund í Akraneskirkju kl. 18 í samstarfi við Englaforeldra sem er félagsskapur þeirra sem misst hafa ung börn á Akranesi. sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundina, Katrín Valdís Hjartardóttir syngur og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel. Á stundinni er minningu barnanna haldið á lofti, flutt er orð og tónlist [...]

13. október, 2023|

Opið hús 11. október kl. 13:15 – Erla Dís hjá Héraðsskjalasafninu

Miðvikudaginn 11. október er Opið hús í Vinaminni. Gestur okkar að þessu sinni er Erla Dís Sigurjónsdóttir hjá Héraðsskjalasafninu. Hún hefur frá ýmsu að segja af því sem er í vörslu safnsins, sem geymir ljósmyndir og skjöl ýmiskonar. Kaffi og meðlæti í lok samveru, kr. 500. Minnum á kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10. Hilmar Örn organisti leikur á orgel, prestur les ritningarorð og bæn. Gott að setjast niður og kyrra hugann, íhuga [...]

10. október, 2023|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top