Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Engir viðburðir framundan

Fréttasafn

Aðalsafnaðarfundir

Í lok maí verða haldnir þeir þrír aðalsafnaðarfundir í prestakallinu sem ekki hafa þegar farið fram. Aðalsafnaðarfundur Leirársóknar verður haldin í Leirárkirkju þriðjudaginn 23. maí kl. 20. Aðalsafnaðarfundur Innra-Hólmssóknar verður haldin í þjónustuhúsinu við Innra-Hólmskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 20. Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldin í Hallgrímskirkju í Saurbæ fimmtudaginn 25. maí kl. 20.30. Á dagskrá allra fundana eru hefðbundin aðalfundarstörf. Á þessum fundum hafa allir meðlimir Þjóðkirkjunnar í viðkomandi söfnuði málfrelsi og atkvæðisrétt og [...]

21. maí, 2023|

Hljómur syngur í messu á uppstigningardag kl. 11

Á uppstigningardag er guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11, á kirkjudegi aldraðra. Hljómur, kór eldri borgara, syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét prédikar og þjónar.  Verið velkomin til kirkju! Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera [...]

15. maí, 2023|

Opið hús miðvikudaginn 10. maí kl. 13:15 – Kvikmyndasafn Íslands

Nú er sumarið á næsta leyti hefðbundið safnaðarstarf að fara í sumarfrí eftir miðjan mánuðinn. Miðvikudaginn 10. maí er síðasta opna hús vetrarins en þá kemur Björn Þór hjá Kvikmyndasafni Íslands í heimsókn og sýnir gamlar myndir, m.a. frá Akranesi. Dagskráin hefst kl. 13:15. Kaffi í lokin kr. 500 Bænastund í kirkjunni kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir. Á uppstigningardag 18. maí er guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Hljómur syngur undir stjórn [...]

8. maí, 2023|

Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra

Nú í vikunni er sendur út bæklingur til allra barna í prestakallinu fædd árið 2010 með upplýsingum um fermingarfræðslu næsta vetur. Boðað er til kynningarfundar miðvikudaginn 10. maí kl. 19.30 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Eftir fundinn hefst rafrænn skráning í fermingarfræðslu. Upplýsingar um fermingardaga er að finna hér  

3. maí, 2023|

Vel heppnað fræðslukvöld um Kristrúnu í Frón

Við þökkum frábærar viðtökur við fræðslukvöldinu um Kristrúnu í Frón. Við fengum fyrirspurnir eftir fyrirlesturinn um hvort og hvernig væri hægt að styðja við starfið í Ölver. Það er hægt að styðja við starfið til dæmis með því að styrkja Sveinusjóð. Hér eru reikningsupplýsingar: Reikningsnúmer 552-14-11000 Kennitala 540580-0149

25. apríl, 2023|

Sunnudagur 23. apríl

Jesús sagði: „Ég er góði hirðirinn. Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast.“ (Jóh 10.11a, 27-28a) Dagarnir frá páskadegi til hvítasunnu kallast gleðidagar. Gleðidagar því lífið hefur sigrað. 23. apríl er annar sunnudagur eftir páska. Þá verða tvær messur í prestakallinu, ferming í Leirárkirkju kl. 11 og kvöldmessa í Akraneskirkju. Velkomin til kirkju Fermingarmessa í Leirárkirkju [...]

18. apríl, 2023|

Sunnudagur 16. apríl

Sunnudaginn 16. apríl er sunnudagaskóli og fjölskyldumessa í Akraneskirkju kl. 11. Þetta er síðasti hefðbundni sunnudagaskóli vetrarins en á sumardaginn fyrsta er sumarhátíð. Hún hefst með skrúðgöngu sem skátarnir leiða frá skátaheimilinu kl. 10.30, svo er sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11 og þá er sumarhátið með hoppuköstulum og pylsum.

15. apríl, 2023|

Opið hús miðvikudaginn 12. apríl kl. 13:15

Opið hús í Vinnaminni kl. 13:15 Bregðum á leik í opnu húsi þann 12. apríl. Létt og skemmtileg dagskrá að hætti hússins. Kaffi og spjall í lokin. Verið velkomin! Kr. 500. Minnum á  bænastund kl. 12:10 í Akraneskirkju og súpu á eftir í Vinaminni.  

11. apríl, 2023|

Fermingar 1. og 2. apríl

Fjórar fermingarathafnir verða í Akraneskirkju um helgina. Laugardagur 1. apríl kl. 10:30 Fermd verða: Eldór Frosti Halldórsson Ester Guðrún Sigurðardóttir Eva Júlíana Bjarnadóttir Guðbrandur Snær Valgeirsson Helena Ósk Somlata Einarsdóttir Hreinn Bergmann Sigurðsson Karen Líf Viðarsdóttir Rakel Irma Aðalsteinsdóttir Unnur Edda Jakobsdóttir Viðar Jarl Bergþórsson Viktoría Halldórsdóttir Þórarinn Arnar Björnsson Þorgerður Sörudóttir Þorsteinn Dagur Newton Laugardagur 1. apríl kl. 13:30 Fermd verða: Aldís Ingibjörg Ísólfsdóttir Aldís Karen Stefánsdóttir Alexander Fijal Andrea Martins Oddsdóttir Dagbjört [...]

30. mars, 2023|

Fermingar 2024

Nú förum við að huga að fermingum næsta árs! Í byrjun maí verður sent út bréf til væntanlegra fermingarbarna og í kjölfarið hefst skráning í fermingarfræðslu. Foreldrar velja fermingardag um leið og barnið er skráð til fræðslu. Vorið 2024 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda daga: Laugardagur 23. mars kl. 10.30 og 13.30 Sunnudagur 24.mars (Pálmasunnudagur) kl. 10.30 og 13.30 Laugardagur 6. apríl kl. 10.30 og 13.30 Sunnudagur 7. apríl kl. 10.30 og 13.30   [...]

27. mars, 2023|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top