Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Engir viðburðir framundan

Fréttasafn

Fermingar 25. og 26. mars

Fermingar þessa vors hefjast í Akraneskirkju laugardaginn 25. mars. Þá helgi verða þrjár fermingarathafnir í kirkjunni. Laugardagur 25. mars kl. 10.30 Fermda verða: Agla Móey Einarsdóttir Ari Styrmir Almarsson Ari Úlrik Hannibalsson Arnór Breki Guðjónsson Dagný Bára Guðjónsdóttir Elín Anna Viktorsdóttir Heikir Darri Hermannsson Jóel Birgir Ásþórsson Jón Auðunn Jónsson Kolbrún Þóra Sigurðardóttir Rakel Sara Kristófersdóttir Robert Elli Vífilsson Telma Kristín Ingvarsdóttir Theodór Orri Arilíusson Viktor Gaciarski   Sunnudagur 26. mars kl. 10.30 Fermd [...]

24. mars, 2023|

Aðalsafnaðarfundur Akranessóknar

Akranessókn boðar til aðalsafnaðarfundar fimmtudaginn 30. mars kl. 18 í Vinaminni. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, sagt verður frá starfi safnaðarins á síðasta ári, lagðir fram ársreikningar og kosið til sóknarnefndar. Allir íbúar á Akranesi sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hafa rétt til að sitja fundinn og greiða atkvæði og geta boðið sig fram í sóknarnefnd. Aðalsafnaðarfundur er tækifæri til að heyra um málefni kirkjunnar á Akranesi og hafa áhrif á starf safnaðarins.  

23. mars, 2023|

Opið hús 22. mars: Heimsókn í Bústaðakirkju

Miðvikudaginn 22. mars bregðum við undir okkur betri fætinum og heimsækjum vini okkar í Bústaðakirkju. Brottför er frá Vinaminni kl. 13:00, gjald er kr. 500. Áætluð heimkoma upp úr kl. 16. Skráning hjá kirkjunni í síma 433 1500. Verið velkomin með okkur í ferðalag. Bænastund og súpa falla niður þennan miðvikudag.

21. mars, 2023|

Úr ýmsum áttum – eitthvað fyrir alla

Þá er komið að næsta viðburði hjá Kalman listafélagi en það verður söngskemmtun með Diddú og Jónasi Þóri í Vinaminni fimmtudaginn  23. mars kl. 20. Yfirskrift söngskemmunarinnar er ,,Úr ýmsum áttum - eitthvað fyrir alla” en Diddú og Jónas hafa starfað saman á vængjum söngsins í rúm 50 ár! Þau kynntust fyrst í Vesturbænum og voru samtíða í Melaskóla og síðar Hagaskóla. Þar smullu þau strax saman músíklega og hafa átt sérlega farsælt samtarf [...]

21. mars, 2023|

Fræðslukvöld á mánudegi

Næsta fræðslukvöld er mánudaginn 20. mars kl. 20 í Akraneskirkju. Að þessu sinni ætlum við að ræða um guðsþjónustuna. Gestur kvöldsins er sr. Kristján Valur Ingólfsson fv. vígslubiskup í Skálholti. Hann hefur unnið við að rannsakað liturgíu kirkjunnar og einnig kennt við guðfræðideild Háskóla Íslands. Kristján mun leitast við að svara þeirri spurningu hvers vegna messan sé svona eins og hún er, hvaða hefðir liggja að baka og hvernig hafa þær þróast. Þá mun [...]

20. mars, 2023|

Sunnudagur 12. mars

Sunnudaginn 12 mars er mikið um að vera í prestakallinu. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í Akraneskirkju. Messað verður á Höfða kl. 12. 45 og um kvöldið er Blá messa í Akraneskirkju. Það verður athyglinni beint að körlum og krabbameini. Karlar úr Karlakórnum Svönum, Kór Akraneskirkju og Kór Saurbæjarprestakalls syngja. Halldór Hallgrímsson syngur einssöng. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Akraness segja frá félaginu og sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundina

11. mars, 2023|

Bingó! í Opnu húsi 8. mars kl. 13:15

Opið hús í Safnaðarheimilinu Vinaminni miðvikudaginn 8. mars, þá verður spilað bingó og drukkið kaffi á eftir. Kostar kr. 500. Bænastund er í kirkjunni kl. 12:10, ritningarlestur og bæn ásamt ljúfum tónum orgelsins. Súpa í Vinaminni eftir stundina. Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15. Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti [...]

7. mars, 2023|

Karlar í Karlakaffinu Vinaminni 1. mars kl. 13:30

Gestur í Karlakaffi miðvikudaginn 1. mars er Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. Hann á veglegt safn af útskornum styttum og mun hann fjalla um söfnun sína á þeim en þar kennir ýmissa grasa, trúar- og stjórnamálaleiðtogar, tónlistarmenn og jafnvel knattspyrnumenn. Erindið nefnir hannAð skapa í mynd Guðs og manns.. Gunnlaugur er fyrrum prófessor í gamlatestamentisfræðum við Háskóla Íslands. Karlakaffið er í Safnaðarheimilinu Vinaminni og hefst kl. 13:30. Þangað koma góðir gestir í heimsókn sem segja [...]

28. febrúar, 2023|

Sorg og sorgarviðbrögð, fræðslukvöld og stuðningshópur

Næstkomandi mánudagskvöld, 27. febrúar klukkan 20.00 verður fræðslukvöld í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, um sorg og sorgarviðbrögð. Prestar Garða- og Saurbæjarprestakalls halda þar erindi um sorg og áföll og leiða samtal um viðfangsefnið. Í framhaldinu verður boðið upp á stuðningshóp fyrir syrgjendur. „Þetta er nýjung hjá okkur í Garða- og Saurbæjarprestakalli að bjóða upp á fræðslukvöld einu sinni í mánuði og næsta mánudag verðum við með erindi um sorg og sorgarviðbrögð. Þetta erindi er [...]

23. febrúar, 2023|

Lífsins gangur

Hanna Dóra Sturludóttir messósópransöngkona og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari koma fram á næstu tónleikum Kalman listafélags í Vinaminni á Akranesi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20. Á efnisskrá tónleika Hönnu og Snorra eru lög og aríur úr ýmsum áttum. Efnistökin eru lífið; ástir, draumar og söknuður í lífi hvers manns. Titill tónleikanna, "Lífsins gangur" á því vel við enda fengin að láni úr einu ljóðanna. Hanna og Snorri hafa starfað mikið saman á undanförnum árum, [...]

23. febrúar, 2023|

Öskudagsmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20

Í Hallgrímskirkju í Saurbæ verður messa klukkan átta að kvöldi Öskudagsins, miðvikudaginn 22.febrúar. Í þessari messu , við upphaf 40 daga föstu allt til páska, er að gömlum sið helguð aska sem vætt er vatni og teiknaður kross á enni þeirra sem það vilja, til að minna á inntak föstutímans, iðrun og yfirbót og einlægni lífs og sálar í eftirfylgdinni við frelsarann Jesú. Krist. Öskudagsmessan er fyrsta föstumessan. Föstumessur Garða- og Saurbæjarprestakalls verða hvert [...]

21. febrúar, 2023|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top