Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Ýmislegt
Fréttasafn
Karlakaffi
Miðvikudaginn 2. nóvember er karlakaffi í Vinaminni. Gestur að þessu sinni er Björn Þór Björnsson sagnfræðingur. Hann er að vinna að bók um sögu knattspyrnunar á Akranesi. Þar mun hann rekja söguna allt frá stofnun Knattspyrnufélagsins Kári árið 1922 og allt til dagsins í dag. Í kaffinu mun hann segja frá bókinni og sögu knattspyrnunar á Akranesi. Þá mun hann svara spurningum og boðið upp á kaffi. Allir karlar velkomnir.
Sálumessa Gabriel Fauré Hafbjargarhúsinu laugardaginn 5. nóvember kl. 14.
STÓRVIÐBURÐUR Á VÖKUDÖGUM Á Vökudögum, laugardaginn 5. nóvember nk. kl. 14 verður eitt fegursta verk tónbókmenntanna, Sálumessa (Requiem) eftir Gabriel Fauré flutt í Hafbjargarhúsinu á Breið. Flytjendur eru Kór Akraneskirkju ásamt einsöngvurunum Jónu G. Kolbrúnardóttur sópran og Hrólfi Sæmundssyni baritón, ásamt 8 manna strengjasveit. Una Sveinbjarnardóttir er konsertmeistari og leikur á einleiksfiðlu, Elísabet Waage leikur á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Aðgangseyrir er kr. 3.500 og miðasala er [...]
Opið hús miðvikudaginn 26. október kl. 13:15
Gestir opna hússins eru þeir sr. Hjálmar Jónsson, fyrrum Dómkirkjuprestur, og rithöfundurinn Sigurbjörn Þorkelsson. Nýverið kom út bók sr. Hjálmars, Stundum verða stökur til, en þar fer hann á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Sigurbjörn hefur ritað greinar og smásögur um lífið og trúna, og sömuleiðis gefið út nokkrar ljóðabækur, sú nýjasta heitir Lífið er ferðalag. Þeir félagar verða með gamanmál, kynna sig og verk sín. Kaffi og meðlæti í lokin. Umsjón hefur [...]
Kalman listafélag – Hundur í óskilum á tónleikum í Vinaminni fimmtudaginn 27. október kl. 20
Tveggja manna stórsveitin ,,Hundur í óskilum" kemur fram á tónleikum Kalman - listafélags fimmtudaginn 27. október nk. kl. 20. Þár blása þeir nýju lífi í gamlar hækjur og eldhúsáhöld, grauta í þjóðararfinum og særa fram nýjan hljóm úr gatslitnum ellismellum og eyrnaormum í bland við glænýtt stöff. Þeir félagar Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen, hafa fyrir löngu skapað sér algera sérstöðu í íslensku menningarlífi með ,,Hundi í óskilum". Ekki er alltaf gott að henda [...]
Hallgrímsdagar 26. – 30. október
Hallgrímsdagar verða 27. - 30. október 2022 í tilefni af ártíð Hallgríms Péturssonar. Eftirfarandi dagskrá verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ: Fimmtudagur 27. október kl. 20.00 ,,Biskupinn blessar hjalla". Ádeilur Hallgríms Péturssonar. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín flytur erindi. Tónlist: Benedikt Kristjánsson, tenór. Kór Saurbæjarprestakalls, stjórnandi og meðleikari: Zsuzsanna Budai. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 29. október kl. 16.00 Tríóið Sírajón flytur verk eftir Katchaturain, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tríóið skipa: Laufey Sigurðardóttir (fiðla), Einar [...]
Bleik messa sunnudaginn 23. október kl. 20
Í tilefni af bleikum október höldum við bleika messa í samstarfi við Krabbameinsfélag Akraness. Ræðumaður kvöldsins er Tinna Grímarsdóttir. Kvennakórinn Ymur leiðir söng ásamt konum úr Kór Akraneskirkju og Kór Saurbæjarprestakalls, stjórnendur Sigríður Elliðadóttir og Zsuzsanna Budai. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina, meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir. Kaffisopi í Vinaminni eftir guðsþjónustu. Mætum til messu og sýnum samstöðu með árveknisátaki Krabbameinsfélagsins!
Streymi frá minningarstund
https://youtu.be/Mg2HUvYDVYk
Minningarstund á alþjóðadegi barnsmissis
15. október ár hvert er alþjóðlegur dagur barnsmissis, þar er minnst þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eða eftir fæðingu. Minningarstund verður haldin í Akraneskirkju laugardaginn 15. október kl. 20. Stundin er í samstarfi við Englaforeldra á Akranesi. Valgerður Jónsdóttir söngkona mun flytja tónlist, sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundina. Kveikt verður á kertum í minningu barnanna. Eftir stundina verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Stundin er öllum opin og bjóðum [...]
Hannyrðir og huggulegheit í opnu húsi miðvikudaginn 12. október kl. 13:15
Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15. Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins. Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Miðvikudaginn 12. október kíkja þær Vera Knútsdóttir í Litlu músinni og Sigurlína Júlíusdóttir hjá Gallerý Snotru í heimsókn. Þær segja frá versluninni, bróderíi, prjónaskap, fatasaum og fleiru og fleiru. [...]
Sunnudagurinn 9. október
Sunnudaginn 9. október verður Bleikur sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Þá má mæta í bleikum fötum eða með eitthvað bleikt með sér. Um kvöldið verður Kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20. Séra Þóra Björg þjónar fyrir altari, Kór Akraneskirkju leiðir söng og Hilmar Örn Agnarsson er organisti. Verið hjartanlega velkomin
Karlakaffi miðvikudaginn 5. október klukkan 13.30 í Vinaminni
Miðvikudaginn 5. október kl. 13.30 verður Karlakaffi í Vinaminni. Gestir í kaffinu verða Guðmundur Páll og Steini Hákonar ásamt Hilmari Erni organista. Karlar verið velkomnir.
Sunnudagur 2. október
Fjölskylduguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11 Biblíusaga og bæn, söngur og gleði. Verið velkomin til kirkju!