Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Helgihald um jól og áramót
Það líður að jólum þrátt fyrir að margt sé óvenjulegt og enn séu í gildi sóttvarnartakmarkanir. Í kirkjum Garða- og Saurbæjarprestkalls mun fara fram fjölbreytt helgihald um jólin. Í stærstu messunum á aðfangadag og jóladag verður kirkjunni skipt í sóttvarnarhólf og með því móti er hægt að taka á móti fleiri gestum en 50. Við biðjum alla að fylgja fyrirmælum starfsfólks þegar komið er til kirkju og eins þegar gengið er út. Sunnudaginn 19. [...]
Tónleikar Kórs Akraneskirkju
Fimmtudaginn 16. desember kl. 20:00 mun Kór Akraneskirkju fagna komu jólanna með jólatónleikum í Vinaminni. Lagaval tónleikanna er fjölbreytt og skemmtilegt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala á tónleikana er hafin í versluninni Bjargi. Lausir miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 4.ooo kr. Takamarkaður sætafjöldi. Tekið skal fram að fylgt verður ítrustu sóttvarnarreglum sem gilda á tónleika degi Hraðpróf: Vegna núgildandi sóttvarnartakmarkanna verða allir tónleikagestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu [...]
Diddú og drengirnir með aðventutólneika í Hallgrímskirkju
Diddú og drengirnir flytja dásamlega aðventutónlist í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 5. desember kl. 16:00-17:30. Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett hefur um árabil glatt tónlistarunnendur með tónlistarflutningi á aðventu. Kór Saurbæjarprestakalls undir stjórn Zsuszönnu Budai syngur með í tveimur perlum; Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Panis Angelicus eftir Cesar Franck. Aðgangseyrir er kr. 3000.- Tónleikanefndin óskar eftir að gestir framvísi neikvæðu covid-hraðprófi.
Jólatónleikar Kórs Akraneskirkju
Fimmtudaginn 16. desember kl. 20:00 mun Kór Akraneskirkju fagna komu jólanna með jólatónleikum í Vinaminni. Lagaval tónleikanna er fjölbreytt og skemmtilegt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala á tónleikana verður í versluninni Bjargi og hefst hún 5. desember. Lausir miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 4.ooo kr. Tekið skal fram að fylgd verður ítrustu sóttvarnarreglum sem í gildi verða á þeim tíma.
Jólamarkaður til styrktar Innra-Hólmskirkju
Jólamarkaður til styrktar Innra-Hólmskirkju verður haldinn í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit laugardaginn 27. nóvember og sunnudaginn 28. nóvember frá kl . 13 til 17 báða dagana. á markaðinum verður ýmiskonar handverk, sultur, kleinur, broddur, kæfa og kökur. Einnig verður vöfflu og kaffisala á staðnum. Við virðum sóttvarnarreglur og erum því með fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Hlökkum til að sjá ykkur. Nefndin. Ath. það er ekki posi á staðnum
Ljós á leiði í Akraneskirkjugarði
Ljós á leiði verða afgreidd í Kirkjugarði Akraness sem hér segir laugardaginn 27 nóvember frá klukkan 11 til 15.30 sunnudaginn 28. nóvember frá klukkan 13 til 15.30 laugardaginn 4. desember frá klukkan 13 til 15.30 Athugið ! Afgreiðslan er í vinnuskúrnum í kirkjugarðinum Verð kr. 8,000 Munum eftir grímunum Nánari upplýsingar veita Valdimar Þorvaldsson í síma 899 9755 eða netfang: valdith@aknet.is og Ólafur Gr. Ólafsson í síma 844 2362 netfang: oligretar@aknet.is Lionsklúbbur Akraness
Karlakaffi miðvikudaginn 17. nóbember kl. 13.30
Miðvikudaginn 17. nóvember kl. 13.30 verður karlakaffi í Vinaminni á vegum Akraneskirkju. Gestur í kaffinu verður Gísli Gíslason formaður Brims-þróunarfélags á Akranesi og segir meðal annars frá starfsemi félagsins og hvað er fram undan hjá því.
ATH kvöldmessa fellur niður í Innra-Hólmskirkju
Vegna smita í samfélaginu höfum við ákveðið að fella niður kvöldmessuna í Innra-Hólmskirkju á sunnudaginn. Þar er erfitt að halda fjarlægð fyrir kórmeðlimi og fyrir kirkjugesti. Við munum þó vera með sunnudagaskóla kl. 10 og guðsþjónustu kl.11 í Akraneskirkju og fjölskyldumessu í Leirárkirkju kl.10.
Helgihald sunnudaginn 14.nóvember
Helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli verður eftirfarandi sunnudaginn 14.nóvember Sunnudagaskóli kl. 10 í Akraneskirkju Guðsþjónusta kl. 11 í Akraneskirkju. Séra Ólöf Margrét Snorradóttir mun þjóna í fyrsta skipti í söfnuðinum. Kór Akraneskirkju syngur og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel. Fjölskyldumessa kl. 11 í Leirárkirkju. Séra Þóra Björg leiðir stundina. Kvöldmessa kl. 20 í Innra-Hólmskirkju. Séra Þóra Björg þjónar, Kór Saurbæjarprestakalls syngur og Zsuzsanna Budai leikur á orgel. Verið hjartanlega velkomin!
Opið hús 10. nóvember fellur niður
Vegna ástandsins í bænum höfum við ákveðið að fella niður opið hús þann 10.nóvember. Við vonumst til að geta haldið áfram með venjulega dagskrá á næstu vikum. Þá er karlakaffi þann 17. nóvember og opið hús 24. nóvember.
Barna- og unglingastarfið með hefðbundnum hætti
Barna- og unglingastarf kirkjunnar verður með hefðbundnum hætti í dag. Það verða ,,fáránleikar" í 6-9 ára og 10-12 ára starfinu og spilafundur í æskulýðsfélaginu. 6-9 ára starfið er kl. 15-16 á mánudögum 10-12 ára starfið er kl. 17-18 á mánudögum Æskulýðsfélagið (8-10.bekkur) er kl. 20:00-21:30 á mánudögum. Allt starfið fer fram í gamla iðnskólanum.
Tilkynning frá Akraneskirkju
Í ljósi mikillar fjölgunar smita á Akranesi hefur verið tekin sú ákvörðun að fella niður sunnudagaskóla og guðsþjónustu sunnudaginn 7. nóvember. Þetta er gert í samræmi við ákvörðun Akraneskaupsstaðar að loka öllu tómstundastarfi um helgina. Á sunnudaginn er Allra heilagra messa og til stóð að minnast látinna. Nú eftir helgi verður staðan tekin á nýjan leik og í kjölfarið ákveðið hvenær við munum halda hátíðarmessu og minnast látinna í Akraneskirkju. Akraneskirkja verður opin á [...]