Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Ýmislegt
Fréttasafn
Messa á sumarkvöldi
Akraneskirkja sunnudaginn 7. ágúst kl. 20 Helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli hefst að nýju þann 7. ágúst með lesmessu í Akraneskirkju. Í lesmessum er enginn söngur en allur texti lesinn. Valdir ritningartextar og sálmar, hugleiðing og altarisganga. Sr. Ólöf Margrét þjónar, meðhjálpari Ósk Jónsdóttir. Velkomin til messu á sumarkvöldi.
Tónleikadagskrá fyrir sumartónleika Hallgrímskirkju í Saurbæ
Nú er loks fullmótuð glæsileg tónleikadagskrá fyrir sumarið á hverjum sunnudegi frá 19. júní til 7. ágúst. Allir velkomnir og veitingastaðir í nágrenninu taka fagnandi við gestum með ómótstæðileg tilboð og matseðla. Sunnudagur 26. júní kl. 16 - Rósa, Rímsen og Tríó Ziemsen Sunnudagur 3. júlí kl. 16 - Íslensk sönglög ásamt Grieg og Schubert Sunnudagur 10. júlí kl. 16 - Sveitadansar Bartoka, Copland og Prokofiev Sunnudagur 17. júlí kl. 16 - Bach, Bolero, [...]
Hilmar Örn ráðinn organisti
Á dögunum var auglýst eftir organista og kórstjóra við Akraneskirkju. Fjórar umsóknir bárust og hefur sóknarnefndin boðið Hilmari Erni Agnarssyni starfið. Hilmar Örn hefur starfað í afleysingu við Akraneskirkju undanfarið ár. Hilmar Örn er menntaður í Þýskalandi og hefur langa reynslu sem organisti. Hann hefur starfið við Grafarvogskirkju, Kristskirkju í Reykjavík, lengst var hann organisti við Skálholtsdómkirkju og hefur stjórnað fjölmörgum kórum með góðum árangri. Við bjóðum hann velkomin til starfa sem fastráðin starfsmaður [...]
Þjóðhátíðardagurinn
Á þjóðhátíðardaginn er hátíðarguðþjónusta við Akraneskirkju kl. 13. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Védís Agla Reynisdóttir nýstúdent heldur ræðu. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur. Hátíðarkaffi kirkjunefndar stendur frá kl.14-17 í Vinaminni. Verð kr. 2500 fyrir fullorðna, kr 500 fyrir börn 6-12 ára. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Athugið enginn posi er á staðnum. Messan í Hvalfjarðarsveit fellur því miður niður þetta árið vegna framkvæmda við Innra-Hólmskirkju en kirkjan verður [...]
Sjómannadagurinn
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Akraneskirkju. Blómsveigur verður lagður að minnisvarða um horfna sjómenn í Kirkjugarði Akraness kl. 10. Guðsþjónusta verður kl. 11 í Akraneskirkju og að henni lokinni verður haldið á Akratorg og blómsveigur lagður að minnisvarða sjómanna.
Hvítasunnuhelgin
Hvítasunnan er fimmtíu dögum eftir páska. Hún er fæðingarhátíð kirkjunnar, hátíð heilags anda. Hún minnir okkur á að Jesús hefur brotið og afnumið alla múra milli manna og þjóða og kynþátta og milli Guðs og manna, og myndað nýtt samfélag, kirkjuna. Guð hefur endurfætt okkur til þess samfélags í skírninni. Þessari stórhátíð fögnum við í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Á hvítasunnudag eru tvær guðsþjónustur. Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar fyrir altari [...]
Akraneskirkja auglýsir eftir organista
Í byrjun mánaðar var auglýst 100% staða organista við Akraneskirkju. Umsóknarfrestur rennur út þann 3. júní. Nánari upplýsingar um stöðuna má finna hér fyrir neðan.
Sunnudagur 29. maí: Kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju
Akraneskirkja kl. 20 Guðsþjónusta á ljúfum nótum. Lesið úr Davíðssálmum, hugleiðing og kvöldsálmar. Verið velkomin til kirkju!
Uppstigningardagur: vorferð eldri borgara starfsins og guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ
Uppstigningardagur 26. maí - kirkjudagur aldraðra - vorferð Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 11, sr. Ólöf Margrét þjónar en Hljómur, sönghópur feban, leiðir söng undir stjórn Lárusar Sighvatssonar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Vorferð eldri borgara starfsins við Akraneskirkju upp í Hvalfjörð, brottför kl. 10 frá Vinaminni. Guðsþjónusta í Saurbæ, súpa snædd á Hótel Glym og endað í Hernámssetrinu. Áætluð heimkoma kl. 16. Skráning og frekari upplýsingar í síma 433 1500 og á [...]
Guðsþjónusta á hinum almenna bænadegi
Sunnudaginn 22. maí er hinn almenni bænadagur kirkjunnar. Guðsþjónusta er við Akraneskirkju kl. 11 og verður hún með óhefðbundnu sniði þar sem boðið verður upp á bænastöðvar. Hægt verður að kveikja á kertum, skrifa bænarefni, lesa bænatexta og þiggja fyrirbæn við altarið. Verið öll velkomin til kirkju
Kaffihúsakvöld – Kórs Akraneskirkju
Fimmtudaginn 19. maí klukkan 20.00 heldur Kór Akraneskirkju kaffihúsakvöld. Kórinn flytur létt og skemmtilegt efni, m.a. Fuglakabarettinn eftir þá Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson Tríó Daníels Þorsteinssonar leikur undir. Kökur og Kræsingar að hætti kórfélaga Verð er 4.000.- Forsala í Versl. Bjarg - Lausir miðar seldir við innganginn
Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn
Fermingarfræðslan í Garða- og Saurbæjarprestakalli hefst í ágúst. Nú í vikunni var sendur kynningarbæklingur á öll börn fædd 2009 sem eru búsett í prestakallinu. Þar er að finna upplýsingar um fermingarfræðsluna og fermingarnar næsta vor. Við boðum nú til kynningarfundur mánudaginn 16. maí kl. 19.30. Fundurinn er ætlaður væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Skráning í fermingarfræðsluna fer fram hér á heimasíðunni. Hér er hægt að lesa bæklinginn.