Home2023-01-05T21:45:34+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Helgistundir
Hjónavígslur
Viðburðir framundan
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Fréttasafn

Skilti afhjúpað við Hallgrímskirkju í Saurbæ

Það var hátíðleg og góð stund þegar Biskup Íslands afhjúpaði nýtt söguskilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ í gær. Eftir afhjúpunina var stund í kirkjunni þar sem Kór Saurbæjarprestakalls flutti sálma eftir sr. Hallgrím og Benedikt Kristjánsson tenór flutti kirkjuljóð eftir Jón Leifs.

28. október, 2021|

Skemmtikvöld með Alberti og Bergþóri

Kirkjunefnd Akraneskirkju tekur nú þátt í vökudögum í fyrsta sinn. Boðið er upp á skemmtikvöld á léttum nótum í Vinaminni með Alberti og Bergþóri þann 30. október. Tónlist og almenn gleði. Skemmtunin hefst kl. 19:00. Miðaverð eru litlar 2.500 kr á mann og verða miðar seldir á Bókasafni Akraness frá og með mánudeginum 18. október. Einungis 120 miðar eru í boði, því er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Öll velkomin. [...]

16. október, 2021|

Minningarstund á Alþjóðlegum degi barnsmissis

Minningarathöfn verður í Akraneskirkju föstudaginn 15. október kl. 20. Við minnumst þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Hilmar Örn Agnarsson leikur á píanó og séra Þóra Björg leiðir stundina. Að stundinni lokinni verður farið að minningarreitt látinna barna í Akraneskirkjugarði. Stundin er öllum opin og bjóðum við ykkur öll hjartanlega velkomin. Stundinni verður streymt frá vef Akraneskirkju.

12. október, 2021|

Bleik messa

Bleik messa verður í Akraneskirkju sunnudaginn 10.október kl. 20:00. Elín Sigurbjörnsdóttir ljósmóðir segir frá reynslu sinni. Konur úr Kór Akraneskirkju, Kór Saurbæjarprestakalls og kvennakórnum Ym leiða sönginn í messunni. En einungis verða fluttir sálmar og textar eftir konur í messunni. Séra Þóra Björg þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi í Vinaminni eftir messuna. Verið öll hjartanlega velkomin!

5. október, 2021|

Skírnir á Covid tímum

Á þeim tímum sem við höfum lifað undanfarið hefur margt breyst. Viðburðum hefur fækkað og mörgum þeirra hefur verið frestað, eða þeir jafnvel verið felldir niður. Það hefur reynst mörgum þungt því margir þessir viðburðir hafa mikla og djúpa merkingu fyrir okkur mannfólkið. Þar eru skírnir engin undantekning. Það sem hefur verið einstaklega gleðilegt nú þegar lífið fór að vera örlítið hefðbundnara er að skírnum hefur fjölgað á nýjan leik. Og það sem hefur [...]

30. september, 2021|

Framkvæmdir við Innra-Hólmskirkju

Undanfarið hafa verið miklar framkvæmdir við Innra-Hólmskirkju. Kirkjan tilheyrir Garða- og Saurbæjarprestakalli og er 130 ára gömul og stendur við sjó rétt norðan Hvalfjarðarganga. Margir núverandi og fyrrverandi íbúar sóknarinnar höfðu miklar áhyggjur af því hve kirkjan hefði mikið látið á sjá. Eftir áeggjan nokkurra aðila tóku fermingarsystkini sem fermdust í kirkjunni árið 1963 málin í sínar hendur og hófu framkvæmdir á kirkjunni. Söfnuður kirkjunnar hefur staðið fyrir ýmiskonar fjáröflun fyrir framkvæmdunum og hefur [...]

22. september, 2021|

Nýr organisti við Akraneskirkju

Nú í byrjun september tók nýr organisti, Hilmar Örn Agnarsson við starfi í Akraneskirkju. Hilmar Örn er ráðinn til eins árs en Sveinn Arnar Sæmundsson er í ársleyfi. Hilmar Örn hefur áður verið organisti í Skáholtsdómskirkju á árunum 1991 til loka árs 2008, þar stjórnaði hann öflugu tónlistarlífi og kórastarfi. Í upphafi árs 2009 var hann ráðinn organisti Kristskirkju í Landakoti, síðustu ár hefur hann starfað sem organisti og kórstjóri í Grafarvogskirkju. Hilmar Örn [...]

13. september, 2021|

Barnastarfið hefst mánudaginn 13. september

Barnastarfið hefst mánudaginn 13. september og verður í Gamla Iðnskólanum (fyrir aftan Vinaminni). Starfið verður sem hér segir: 6 - 9 ára starf á mánudögum kl. 15 - 16. 10 - 12 ára starf á mánudögum kl. 17 - 18. Dagskrárnar fyrir starfið munu birtast hér á heimasíðunni á næstu dögum. Öll börn eru velkomin og það kostar ekkert að vera með.

10. september, 2021|

Þorri og Þura koma í opnunarhátíð sunnudagaskólans

Við ætlum að byrja sunnudagaskólann okkar í vetur með því að fá góða gesti í heimsókn, Þorra og Þuru. ATH NÝJAN TÍMA Á SUNNUDAGASKÓLANUM kl.10. Í vetur ætlum við að prófa að vera með sunnudagaskólann kl.10. Þennan sunnudag, 12.sept, verðum við í Vinaminni og ætlum við að byrja á því að syngja og heyra sögu. Síðan koma Þorri og Þura til okkar með leiksýningu og að því loknu grillum við pylsur. Þessi stund er [...]

8. september, 2021|

Guðsþjónusta kl. 14 í Akraneskirkju sunnudaginn 5. september

Það verður guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 14 sunnudaginn 5. september. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason prédikar, Hilmar Örn Agnarsson er organisti og félagar úr kór Akraneskirkju leiða söng. Verið velkomin!

2. september, 2021|

Sr. Ólöf Margrét ráðin

Biskup Íslands auglýsti eftir presti til þjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út 25. maí s.l. Miðað var við að viðkomandi hæfi störf þann 1. ágúst. Kjörnefnd kaus sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur, til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar. Nýi presturinn Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir er fædd á Ísafirði 1971.  Foreldrar hennar eru Fríða Hjálmarsdóttir, sjúkraliði, og Snorri Sturluson, fiskmatsmaður. Sr. Ólöf ólst upp fyrstu [...]

26. ágúst, 2021|

125 ára vígsluafmæli Akraneskirkju

Í dag á Akraneskirkja 125 ára vígsluafmæli. Síðari hluta ársins 1894 var valinn yfirsmiður yfir smíði Akraneskirkju. Fyrir valinu var Guðmundur Jakobsson, trésmiður frá Sauðafelli í Dölum. Hann var á þessum tíma búsettur í Keflavík, en þar var þá hafinn undirbúningur að smíði kirkju eftir forsögn Guðmundar. Sú kirkja var í öllum meginatriðum hliðstæð þeirri kirkju, sem Guðmundur fékk sóknarnefndinni í Garðasókn uppdrátt af og hún samþykkti að láta reisa á Skipaskaga. Hinn 9. [...]

23. ágúst, 2021|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top