Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Fjólublár litur föstunnar
Fjólublár litur prýðir altari Akraneskirkju á þessum tíma kirkjuársins. Fastan er hafin og er fjólublái liturinn, litur umhugsunar, hryggðar og iðrunar. Fjólublái liturinn er einnig litur þriggja sunnudaga aðventunnar. Litir kirkjuársins eru tjáning án orða, hljóð áminning til okkar og vitnisburður um söguna mestu og bestu, inngrip Guðs sjálfs í mannheima.
Sunnudagurinn 28.febrúar í Garða- og Saurbæjarprestakalli
Á sunnudaginn verður mikið um að vera í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Það verður messa kl. 11 í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Zsuzsanna Budai er organisti og Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng. Benedikt Kristjánsson syngur einsöng. Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Matthías Guðmundsson leiðir stundina og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á píanó. Tónlistarguðsþjónusta kl. 20 í Akraneskirkju. Ljúfir tónar, hugleiðing og ritningarlestrar. Séra Þóra [...]
Fjölskylduguðsþjónusta 21. febrúar
Sunnudaginn 21. febrúar er fjölskylduguðsþjónusta í Akraneskirkju og við bjóðum sunnudagaskólabörnin sérstaklega velkomin aftur. Minnum á að nauðsynlegt er að skrá sig til kirkju. Hægt er að senda tölvupóst á thrainn@akraneskirkja.is eða hringja í s. 4331500.
Messa í Akraneskirkju 14. febrúar
Messa verður í Akraneskirkju 14. febrúar kl. 11:00. Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng. Við biðjum fólk að skrá sig til þátttöku í messunni. Hægt er að senda tölvupóst á thora@akraneskirkja.is eða hringja í s. 433-1500. Minnum á grímuskyldu.
Helgistund sunnudaginn 7. febrúar í Akraneskirkju
Helgistund verður sunnudaginn 7. febrúar í Akraneskirkju kl. 11:00. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel. Vegna fjöldatakmarkana biðjum við fólk að skrá sig til þátttöku. Hægt er að senda tölvupóst á thora@akraneskirkja.is eða hringja í s. 433-1500. Minnum á grímuskyldu.
Fallegur flutningur Halldórs Hallgrímssonar
Hér má hlýða á Halldór Hallgrímsson flytja eigin texta, Minn bátur, við lag eftir norska söngvarann Björn Eidsvåg. Lagið var flutt í helgistund sem birt var á allar heilagra messu á síðasta ári. Með Halldóri spila þeir Daníel Friðjónsson á kassatrommu, Ingþór Bergmann Þórhallsson á bassa, Sveinn Arnar Sæmundsson á orgel og sjálfur leikur Halldór á gítar. Það var Ingþór Bergmann sem sá um hljóð- og myndvinnslu.
Séra Jónína tekur við starfi sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli
Kjörnefnd Hafnarfjarðarprestakalls í Kjalarnessprófastsdæmi valdi Sr. Jónínu Ólafsdóttur, prest á Akranesi, sem nýjan sóknarprest í Hafnarfjarðarprestakalli. Hún mun taka til starfa þar þann 1. mars nk.
Barnastarfið hefst á ný!
Barnastarfið hefst á ný þriðjudaginn 26. janúar. Dagskrá fyrir starfið má skoða hér á heimasíðunni. Það kostar ekkert að vera með og skráning fer fram hér. Starfið er í Gamla Iðnskólanum (Skólabraut 9) og er á eftirfarandi tímum: 6-9 ára starf á þriðjudögum kl.15-16. 10-12 ára starf á þriðjudögum kl.16-17. Æskulýðsfélag (8.-10.bekkur) mánudögum kl. 20:00-21:30.
Hver er þín guðsmynd?
Helgistund á öðrum sunnudegi eftir þrettánda
Fermingarfræðsla og barnastarf hefst á ný
Mikil gleði var að fá fermingarbörnin aftur í kirkjuna til okkar í fræðslu eftir miklar takmarkanir undanfarna mánuði. Fermingarbörnin fengu að þessu sinni fræðslu um sorgina, dauðann, tilfinningar og skírnina. Í næstu viku heldur fræðslan svo áfram með öðrum áherslum. Í næstu viku mun æskulýðsstarfið hefjast fyrir 8.-10.bekk (18.janúar) og í þarnæstu viku hefst barnastarfið (26.janúar). Æskulýðsfélagið verður á mánudögum kl. 20:00-21:30 í Gamla Iðnskólanum. 6-9 ára starfið verður á þriðjudögum kl. 15:00-16:00 í [...]
Framkvæmdaannáll Garða- og Saurbæjarprestakalls
Þrátt fyrir að oft hafi árað betur en einmitt nú í ár í samfélaginu, þá hefur tíminn verið nýttur vel m.a. til framkvæmda, í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Í þessari samantekt verður farið yfir það helsta.
Jólakort Garða- og Saurbæjarprestakalls
Gleðileg jól. Við bjóðum ykkur í ferðalag um kirkjur prestkallsins til að upplifa sanna jólatöfra.