Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Ýmislegt
Fréttasafn
Barna- og unglingastarf fellur niður til og með 17.nóvember
Vegna þeirra tilmæla sem sóttvarnalæknir hefur sent frá sér er ekkert barna- og unglingastarf út þriðjudaginn 17.nóvember. Það sama á við um almennt helgihald, bænastundir og starf eldri borgara. Við biðjum Guð að blessa ykkur á þessum undarlegu tímum og óskum þess að við fáum að hitta ykkur í kirkjunni sem allra fyrst.
Helgistund, 1. nóvember 2020
Helgistund í Akraneskirkju á Allra heilagra messu.
Viðgerð á altaristöflu í Innra-Hólmskirkju
Sagan á bak við altaristöfluna Sagan segir að um árið 1930 þá hafi maður er bjó í Hvalfirði fengið mikla magakveisu. Hann þurfti að leggjast inn og gangast undir aðgerð og var ástandið á honum tvísýnt um tíma. Við hlið hans á spítalanum lá listamaðurinn Kjarval. Þegar þeir lágu þarna saman sömdu þeir um það að ef maðurinn lifði af þessa raun þá myndi Kjarval gera altaristöflu og gefa í Innra-Hólmskirkju. Hann lifði þetta [...]
Helgistund 25. október 2020
Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir
Helgistund 18. október 2020
Sr. Jónína Ólafsdóttir
Skagaprestar syngja!
Á kórónutíð verður fólk að vera tilbúið til að fara í alls konar hlutverk. Kórsöngur er ekki leyfilegur að sinni vegna smithættu. Hvað er þá til ráða í kirkjunni þar sem tónlist og söngur skipa alltaf veglegan sess?
Heimsókn til Baska
Myndlistarmaðurinn Baski, Bjarni Skúli Ketilsson vinnur að viðgerð á altaristöflu Akraneskirkju. Hlédís Sveinsdóttir sem stýrir þættinum Að Vestan, heimsótti listamanninn.
Helgistund 11. október 2020
Sr. Þráinn Haraldsson
Hugvekja eftir sr. Jónínu Ólafsdóttur
Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Verkefni kirkjunnar á þessum tímum er að bera hvern einstakling á bænarörmum og þess vegna viljum við hér í Akraneskirkju halda áfram úti vikulegum bænastundum okkar, þó þær verði með örlítið breyttu sniði eins og gefur að skilja.
Malbikun í kirkjugarði
Í síðustu viku var lokið við að malbika stóran hluta af akstursleiðum innan kirkjugarðsins. Það var verktakafyrirtækið Þróttur ehf sá um að leggja malbikið og BÓB sáu um undirbúningsvinnu. Á dögunum var einnig lokið við stækkun kirkjugarðsins. Það er því mikilvægum áfanga náð í framkvæmdum í Akraneskirkjugarði.
Bænastund, miðvikudaginn 7. október
Hér má hlýða á bænastund frá Garða- og Saurbæjarprestakalli. Prestur er sr. Jónína Ólafsdóttir og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á harmonium.