Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Ýmislegt
Fréttasafn
Helgistund 11. október 2020
Sr. Þráinn Haraldsson
Hugvekja eftir sr. Jónínu Ólafsdóttur
Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Verkefni kirkjunnar á þessum tímum er að bera hvern einstakling á bænarörmum og þess vegna viljum við hér í Akraneskirkju halda áfram úti vikulegum bænastundum okkar, þó þær verði með örlítið breyttu sniði eins og gefur að skilja.
Malbikun í kirkjugarði
Í síðustu viku var lokið við að malbika stóran hluta af akstursleiðum innan kirkjugarðsins. Það var verktakafyrirtækið Þróttur ehf sá um að leggja malbikið og BÓB sáu um undirbúningsvinnu. Á dögunum var einnig lokið við stækkun kirkjugarðsins. Það er því mikilvægum áfanga náð í framkvæmdum í Akraneskirkjugarði.
Bænastund, miðvikudaginn 7. október
Hér má hlýða á bænastund frá Garða- og Saurbæjarprestakalli. Prestur er sr. Jónína Ólafsdóttir og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á harmonium.
Hertar samkomutakmarkanir
Á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir. Samkvæmt tilmælum frá Biskupi Íslands hefur öllu helgihaldi í Garða – og Saurbæjarprestakalli verið aflýst meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. Opnu húsi fyrir eldri borgara hefur einnig verið aflýst. Meðan á þessu stendur munu prestar prestakallsins og organisti birta hugvekjur og tónlist á facebook síðu Akraneskirkju alla sunnudaga. Einnig verður streymt frá bænastundum á miðvikudögum. Barna og unglingastarf KFUM og KFUK og Akraneskirkju mun halda áfram eins [...]
Fjölskyldumessa sunnudaginn 4. október
Sunnudaginn 4. október verður fjölskyldumessa í Akraneskirkju. Séra Þóra Björg Sigurðardóttir hefur umsjón með messunni og Jóhanna Elísa Skúladóttir leikur undir á píanó. Syngjum saman, heyrum sögu og förum í leik. Verið hjartanlega velkomin!
Opið hús fyrir eldri borgara í Vinaminni
Opið hús í Vinaminni miðvikudaginn 30. september kl: 13.30.Umsjón með stundinni hefur sr. Jónína Ólafsdóttir. Þann 30. september ætlum við að grafa upp bingóspjöldin í Vinaminni og rifja upp gamla bingótakta. Pétur Jóhannesson stjórnar af sinni alkunnu snilld.Að bingói loknu brestum við í söng og njótum svo spjalls og samveru yfir kaffiveitingum.Stundin hefst klukkan 13.30.Gætt verður að fjarlægðartakmörkum og spritt og grímur eru á staðnum fyrir þá sem það kjósa.Vonumst til að sjá ykkur [...]
Orgelhreinsun í Akraneskirkju
Þann 20. apríl síðstliðinn, hófu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og Margrét Erlingsdóttir störf við að hreinsa orgel Akraneskirkju. Var þetta viðamikið verk enda þurfti að taka hverja einustu pípu úr orgelinu og hreinsa hana hátt og lágt. Orgel Akraneskirkju er frá 1988 og smíðað af Bruno Christensen & Sønner. Það telur 32 raddir og því má áætla að þau Margrét og Björgvin hafi handleikið hátt í tvö þúsund pípur við sína vinnu. Mikilvægt er [...]
Barnastarf í Heiðarborg
Barnastarfið fyrir börnin í Hvalfjarðarsveit hefst laugardaginn 26.september. Barnastarfið verður í Heiðarborg kl. 11 - 12.
Nýr hluti við Kirkjugarð Akraness
Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun kirkjugarðsins á Akranesi. Nú er verkinu lokið og garðurinn tilbúin til grafartöku. Nýji hlutinn verður vígður við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 23. september kl. 18. Sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur leiðir athöfnina, Sveinn Arnar Sæmundsson leiðir söng. Allir eru velkomnir í vígsluna. Við athöfnina mun verða hringt klukkunum í klukkuturninum í kirkjugarðinum en þær hafa ekki hljómað í mörg ár. Það er sannarlega hátíðarstund þegar nýr hluti kirkjugarðsins [...]
Opið hús, miðvikudaginn 16. september
Fyrsta Opna hús fyrir eldri borgara verður í Vinaminni, miðvikudaginn 13. september kl. 13.30