Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Fréttasafn

Sr. Eðvarð Ingólfsson kveður Akranes

Eftir tæp 22 ár í þjónustu sem sóknarprestur á Akranesi þá lætur sr. Eðvarð Ingólfsson af störfum um næstu mánaðamót. Eðvarð vígðist til Skinnastaðar í Öxarfirði í febrúar 1996 en færði sig yfir á Akranes á aðventunni árið eftir. Það verður vissulega mikill missir af Eðvarði sem nú tekur að sér annars konar prestsþjónustu en áður af heilsufarsástæðum. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm fyrir 10 árum. Hann verður hér eftir sérþjónustuprestur. “Það eru blendnar tilfinningar [...]

27. mars, 2019|

Fermingar 2020

Vorið 2020 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda daga: 22. mars kl. 10.30 29. mars kl. 10.30 og 13.30 5. apríl (Pálmasunnudagur) kl. 10.30 og 13.30 19. apríl kl. 10.30 og 13.30 Í lok apríl verða send út bréf til allra barna fædd 2006 sem skráð eru í Þjóðkirkjuna. Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra verður haldin í Vinaminni þriðjudaginn 7. maí kl. 18.30. Skráning í fermingarfræðsluna hefst í kjölfarið.

27. mars, 2019|

Breyting á dagskrá

Sú breyting hefur orðið á fyrirbænastundum að þær verða framvegis á miðvikudögum kl. 12.15.  Áður voru þær á fimmtudögum. Eftir stundina er boðið upp á léttar veitingar í Vinaminni eins og verið hefur.Einnig hafa opnu húsin fyrir eldri borgara verið færð yfir á miðvikudaga en þau verða annan miðvikudag í mánuði.

28. janúar, 2019|

Nýr geisladiskur Kórs Akraneskirkju

 Kór Akraneskirkju gaf út geisladisk í desember og fagnaði því með útgáfutónleikum í Vinaminni laugardaginn 15. desember. Á diskinum má finna úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina. Diskurinn hefur ekki að geyma jólatónlist en allar aðrar árstíðir koma við sögu. Textar eru á íslensku og má finna ljóð og þýðingar eftir Akurnesingana Guðmund Kristjánsson, Halldór Hallgrímsson, Jón Gunnar Axelsson, Jónínu Björgu Magnúsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur.Kórinn hefur fengið gott tónlistarfólk til liðs [...]

22. janúar, 2019|

Nýárstónleikar Kórs Akraneskirkju

Kór Akraneskirkju bauð upp á  nýárstónleika sem fram fóru fyrir fullu húsi í Bíóhöllinni 6. janúar síðastliðinn.Efnisskráin á tónleikunum var fjölbreytt þar sem þekkt dægurlög voru flutt ásamt nýju efni þar sem hinn kunni lagahöfundur hljómsveitarinnar ABBA, Benny Anderson, kom m.a. við sögu. Íslensku dægurlögin voru í útsetningum eftir Ríkarð Örn Pálsson, Magnús Ingimarsson og Jón Sigurðsson. Kórinn söng lög á borð við Söknuð, Ágústnótt, Bláu augun þín og fleiri þekkt alþekkt lög.Eftir hlé [...]

26. janúar, 2018|

120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju

Akraneskirkja var þéttsetin sunnudaginn 21. ágúst þegar þess var minnst að 120 ár voru liðin frá vígslu hennar (23. ágúst 1896) og 30 ár frá vígslu  safnaðarheimilisins Vinaminnis. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikaði en auk hennar þjónuðu við athöfnina prestar safnaðarins, þeir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur og sr. Þráinn Haraldsson sem kom til starfa í fyrra þegar nýtt stöðugildi prests var stofnað. Prófastur Vestlendinga, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, las guðspjall dagsins. Tveir [...]

25. ágúst, 2016|

Akraneskirkja fær stórgjöf

Hjónin, Ingólfur Árnason og Guðrún Agnes Sveinsdóttir, færðu Akraneskirkju stórgjöf í tilefni merkra tímamóta í kaffisamsætinu eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni.    Í gjafabréfi sem þau afhentu sóknarpresti Akurnesinga og biskupi Íslands, yfirmanni Þjóðkirkjunnar, segir orðrétt:    Í tilefni af 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju viljum við hjónin, f. h. fyrirtækjanna Þorgeirs & Ellerts og Skagans, færa kirkjunni fjármuni að gjöf til minningar um föður minn, Árna Ingólfsson lækni, sem lést á þessu ári og tengdamóður [...]

25. ágúst, 2016|

Akraneskirkja á tímamótum

Ávarp sóknarprests, sr. Eðvarðs Ingólfssonar,í  kaffisamsæti eftir messu, 21. ágúst 2016 Kæru gestir! Ég vil byrja á því að óska okkur öllum til hamingju með 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju og 30 ára vígsluafmæli safnaðarheimilisins! Í Akraneskirkju hafa margir lifað sínar dýpstu og helgustu stundir í gleði og sorg, stundir sem marka þáttaskil á ævileið.    Á tímamótum er gott að staldra við og minnast þess sem að baki er, líkt og við gerum hér [...]

25. ágúst, 2016|

Fermingarfræðsla 2016 – 2017

Nú er hafinn undirbúningur fyrir fermingarfræðslu næsta vetrar. Bréf hefur verið sent á öll börn í söfnuðinum sem eru fædd árið 2003. Þeim og foreldrum þeirra er boðið á kynningarfund um fermingarfræðsluna þriðjudaginn 3. maí kl. 18:00. Þar verður farið yfir dagskrá næsta vetrar, en hún verður með öðru sniði en undanfarinn ár.  Að fundi loknum verður opnað fyrir skráningu í fermingarfræðsluna hér á vefnum. Bréfið sem sent var til foreldra má lesa hér [...]

3. maí, 2016|

Fermingar vorið 2016

Fyrstu hópar fermingarbarna á Akranesi voru fermdir fyrir og eftir hádegi, sunnudaginn 20. mars sl. Þá voru þessar myndir teknar. Alls munu 78 ungmenni fermast nú á vordögum í sjö hópum. Síðasta fermingarathöfnin verður 17. apríl. Með fermingarbörnunum á þessum myndum eru þeir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur (t.v.)og sr. Þráinn Haraldsson prestur (t.h.). Þeir ferma saman.

22. mars, 2016|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top