Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Ýmislegt
Fréttasafn
Sr. Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur
Kjörnefnd Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalls hefur valið sr. Þráin Haraldsson sem sóknarprest úr hópi umsækjenda um prestakallið. Sr. Þráinn hefur verið starfandi prestur við Garðaprestakall á Akranesi frá árinu 2015 og settur sóknarprestur þar frá því í desember í fyrra og sömuleiðis í hið nýja prestakall, Garða-og Hvalfjarðarstrandarprestakall, frá því í vor. Sr. Þráinn er fæddur 29. maí 1984 og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2004; sama ár lauk hann 6. stigi í [...]
Skráning í fermingarfræðslu
Skráning er hafin í fermingarfræðslu veturinn 2019-2020 Skráning fer fram hér.
Fermingarfræðsla 2019 – 2020
Fermingarfræðslan í Akraneskirkju hefst í ágúst 2019 með sumarnámskeiði. Öll ungmenni fædd 2006 sem skráð eru í Þjóðkirkjuna fá bréf á næstu dögum með upplýsingum um skráningu í fermingarfræðsluna. Akraneskirkja býður þeim og foreldrum þeirra til kynningarfundar þriðjudaginn 7. maí kl. 18. Við hlökkum til að sjá flest af fermingarbörnum komandi vetrar. Fékkstu ekki bréf? Hægt er að lesa bréfið hér.
Fermingum lokið
Um helgina lauk fermingarathöfnum frá Akraneskirkju. Fermd voru rúmlega 90 ungmenni og voru athafnirnar sjö talsins. Þetta voru fallegar stundir sem sr. Þráinn Haraldsson og sr. Jón Ragnarsson höfðu umsjón með ásamt Helgu Sesselju Ásgeirsdóttur kirkjuverði. Kór Akraneskirkju söng undir sjórn Sveins Arnars organista. Forsöngvarar voru kórfélagarnir Halldór Hallgrímsson og Ingþór Bergmann Þórhallsson. Kristín Sigurjónsdóttir lék á fiðlu en hún er einnig félagi í kórnum.
Opið hús
Miðvikudaginn 10. apríl kl. 13.30 verður opið hús fyrir eldri borgara. Að venju verður spilað bingó en eftir kaffi og spjall mun Halldór Hallgrímsson mæta svæðið. Halldór er söngmaður góður og ekki síðri sögumaður og það má því búast við góðri skemmtun í Vinaminni.
Sr. Eðvarð Ingólfsson kveður Akranes
Eftir tæp 22 ár í þjónustu sem sóknarprestur á Akranesi þá lætur sr. Eðvarð Ingólfsson af störfum um næstu mánaðamót. Eðvarð vígðist til Skinnastaðar í Öxarfirði í febrúar 1996 en færði sig yfir á Akranes á aðventunni árið eftir. Það verður vissulega mikill missir af Eðvarði sem nú tekur að sér annars konar prestsþjónustu en áður af heilsufarsástæðum. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm fyrir 10 árum. Hann verður hér eftir sérþjónustuprestur. “Það eru blendnar tilfinningar [...]
Fermingar 2020
Vorið 2020 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda daga: 22. mars kl. 10.30 29. mars kl. 10.30 og 13.30 5. apríl (Pálmasunnudagur) kl. 10.30 og 13.30 19. apríl kl. 10.30 og 13.30 Í lok apríl verða send út bréf til allra barna fædd 2006 sem skráð eru í Þjóðkirkjuna. Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra verður haldin í Vinaminni þriðjudaginn 7. maí kl. 18.30. Skráning í fermingarfræðsluna hefst í kjölfarið.
Breyting á dagskrá
Sú breyting hefur orðið á fyrirbænastundum að þær verða framvegis á miðvikudögum kl. 12.15. Áður voru þær á fimmtudögum. Eftir stundina er boðið upp á léttar veitingar í Vinaminni eins og verið hefur.Einnig hafa opnu húsin fyrir eldri borgara verið færð yfir á miðvikudaga en þau verða annan miðvikudag í mánuði.
Nýr geisladiskur Kórs Akraneskirkju
Kór Akraneskirkju gaf út geisladisk í desember og fagnaði því með útgáfutónleikum í Vinaminni laugardaginn 15. desember. Á diskinum má finna úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina. Diskurinn hefur ekki að geyma jólatónlist en allar aðrar árstíðir koma við sögu. Textar eru á íslensku og má finna ljóð og þýðingar eftir Akurnesingana Guðmund Kristjánsson, Halldór Hallgrímsson, Jón Gunnar Axelsson, Jónínu Björgu Magnúsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur.Kórinn hefur fengið gott tónlistarfólk til liðs [...]
Nýárstónleikar Kórs Akraneskirkju
Kór Akraneskirkju bauð upp á nýárstónleika sem fram fóru fyrir fullu húsi í Bíóhöllinni 6. janúar síðastliðinn.Efnisskráin á tónleikunum var fjölbreytt þar sem þekkt dægurlög voru flutt ásamt nýju efni þar sem hinn kunni lagahöfundur hljómsveitarinnar ABBA, Benny Anderson, kom m.a. við sögu. Íslensku dægurlögin voru í útsetningum eftir Ríkarð Örn Pálsson, Magnús Ingimarsson og Jón Sigurðsson. Kórinn söng lög á borð við Söknuð, Ágústnótt, Bláu augun þín og fleiri þekkt alþekkt lög.Eftir hlé [...]