Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Fréttasafn

Opið hús í Vinaminni 10. apríl kl. 13:15

Allsherjar heilsu-húsráð og húrrandi fjör Hildur Aðalbjörg Ingadóttir sjúkraþjálfari kemur í heimsókn með heilsuhúsráð fyrir okkur og að sjálfsögðu húrrandi fjör. Sjáumst í opna húsinu í Vinaminni kl. 13:15, miðvikudaginn 10. apríl. Kaffi og sætabrauð í lok stundar. Kr. 500. Kyrrðarstund og súpa í hádeginu Kyrrðarstund er í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10. Það er hvíld og endurnæring í því að setjast inn í kirkjuna og heyra ljúfa tóna orgelsins, hlýða á ritningarlestur og [...]

9. apríl, 2024|

Karlakaffi í Vinaminni miðvikudaginn 3. apríl kl. 13:15

Jón Gunnlaugsson kemur í heimsókn og segir sögur úr fótboltanum. Einnig fjallar hann um heimasíðu þeirra feðga, Á sigurslóð. Karlakaffi einn miðvikudag í mánuði kl. 13:15 Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 500

1. apríl, 2024|

Páskadagur

Sigurhátíð sæl og blíð Hallgrímskirkja í Saurbæ Árdegismessa kl. 08:00. Prestur sr. Þóra Björg Sigurðardóttir. Kór Saurbæjarprestakalls syngur. Organisti Zsuzsanna Budai. Kaffi í Saurbæ að messu lokinni Akraneskirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þráinn Haraldsson, Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Kaffi í Vinaminni að messu lokinni Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Höfða kl. 12:45.  Prestur sr. Þóra Björg Sigurðardóttir, Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson.

29. mars, 2024|

Akraneskirkja: Stabat Mater flutt í helgistund við krossinn að kvöldi föstudagsins langa

Stóð við krossinn mærin mæra Á föstudaginn langa verður flutt hið forna helgikvæði Stabat Mater, eftir Giovanni Battista Pergolesi í Akraneskirkju við helgistund kl. 20. Píslarsaga Krists hefur verið mörgum uppspretta að yrkisefni, líkt og aldagamlir sálmar og nýrri bera vitni um. Helgikvæðið Stabat Mater, er kristinn sálmur frá 13. öld, saminn til dýrðar Maríu mey þar sem horft er á krossfestingu Krists með augum Maríu guðsmóður, hinnar sorgmæddu móður sem stóð við krossinn, [...]

28. mars, 2024|

Lestur Passíusálma í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, Herrans pínu ég minnast vil. Á föstudaginn langa verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hefst lesturinn klukkan 13 og er hægt að koma og fara að vild meðan hann stendur yfir. Alls koma tuttugu og þrír lesarar að lestrinum en það er biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem [...]

28. mars, 2024|

Skírdagur 28. mars

Lát þennan dag, vor Drottinn, nú oss dýran ávöxt færa. (Valdimar Briem, Sb 358) Hallgrímskirkja í Saurbæ Fermingarmessa kl. 11 Fermd verða: Helga Dóra Einarsdóttir Jónas Helgi Magnússon Margrét Lára Arnfinnsdóttir Maron Logi Brynjólfsson Veronika Jara Heimisdóttir Prestur er sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Zsuzsanna Budai. Helgistund kl. 18 Íhugun um heilaga kvöldmáltíð. Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Akraneskirkja Kvöldmessa kl. 20 Sálmar skírdagskvölds sungnir, prédikun, heilög kvöldmáltíð, Getsemane stund í [...]

27. mars, 2024|

Dymbilvika og páskar

Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna' og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur nr 48) Fjölbreytt dagskrá er í Hallgrímskirkju í Saurbæ og Akraneskirkju í dymbilviku og um páska, svo sem  tónleikar, lestur Passíusálma, helgistundir og messur. Verið velkomin til kirkju! Þriðjudagur 26. mars Sungið með Hallgrími og samtímanum kl. 20. Sálmakvöld í Hallgrímskirkju í [...]

26. mars, 2024|

Frá Betaníu til Emmaus – dagskrá í Hallgrímskirkju í Saurbæ í dymbilviku og páskum

Dymbilvika og páskar í Saurbæ Velkomin til kirkju! Eins og undanfarin ár verður dagskrá alla daga frá pálmasunnudegi til annars páskadags undir yfirskriftinni: Frá Betaníu til Emmaus. Dagskráin rekur söguna frá því að María smurði fætur Jesú í Betaníu þar til hann birtist lærisveinunum upprisinn í Emmaus. Pálmasunnudagur 24.mars kl 18.00 Íhugun um smurninguna í Betaníu. Mánudagur í dymbilviku 25.mars. Boðunardagur Maríu Kl. 18.00  Íhugun um iðrun og fyrirgefningu. Þriðjudagur í dymbilviku 26.mars.Heitdagur Kl [...]

22. mars, 2024|

Sálmakvöld í Hallgrímskirkju í Saurbæ með Sálmabandi Dómkirkjunnar 26. mars kl. 20

Sungið með Hallgrími og samtímanum Þriðjudagur í dymbilviku, 26. mars 2024 kl. 20.00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og kynnast og syngja saman sálma við texta Hallgríms Péturssonar og nýja sálma úr hinni nýútkomnu sálmabók kirkjunnar. Kór Saurbæjarprestakalls leiðir sönginn styrkum röddum. Sálmaband Dómkirkjunnar er skipað kórfélögum Dómkórsins í Reykjavík: Ása Bríem, harmonikka, Jón Ívars, gítar, Sigmundur Sigurðarson, gítar, Thelma Rós Sigfúsdóttir, víóla og Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur leikur á kontrabassa. Sálmabandið hefur leikið [...]

21. mars, 2024|

Fermingarmessur í Akraneskirkju 23. og 24. mars

Lát þennan dag, vor Drottinn, nú oss dýran ávöxt færa. (Valdimar Briem, Sb 358) Fyrstu fermingar vorsins verða í Akraneskirkju laugardaginn 23. mars og á pálmasunnudag 24. mars, tvær athafnir eru hvorn dag, kl. 10:30 og 13:30. Laugardagur 23. mars kl. 10:30: Aníta Rut Andradóttir Árný Lea Grímsdóttir Elía Valdís Elíasdóttir Elmar Gísli Ólafsson Elsa Dís Hjaltadóttir Hekla Dís Hilmarsdóttir Helgi Guðsteinn Reynisson Ísey Fannarsdóttir Jökull Stefnisson Lilja Fanney Ársælsdóttir Nadía Steinunn Elíasdóttir Styrmir [...]

21. mars, 2024|

Opið hús í Vinaminni 20. mars

Góðir gestir frá Bústaðarkirkju koma í heimsókn í Opna húsið í Vinaminni miðvikudaginn 20. mars kl. 13:15. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni í Bústaðakirkju kemur með hópinn sinn úr opna húsinu þar. Steini Dúmbó og Hilmar fara á kostum eins og þeim er lagið. Söngur, sögur og önnur skemmtun ásamt veglegu kaffiborði. Verið velkomin! Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 alla miðvikudaga og súpa í Vinaminni á eftir.

19. mars, 2024|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top