Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ
Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans Annan sunnudag í aðventu, 10. desember kl. 20, höldum við aðventuhátíð í Hallgrímskirkju. Samsöngur og ljós tendruð á aðventukransinum. Gestur kvöldsins, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness, flytur ávarp. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Prestar Garða- og Saurbæjarprestakalls leiða stundina. Verið velkomin! Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og [...]
Jólagleði í Vinaminni miðvikudaginn 6. desember kl. 13:15
Miðvikudaginn 6. desember sláum við saman opna húsinu og karlakaffinu og bjóðum til jólagleði í Vinaminni kl. 13:15 Bjarni Atlason og Hilmar organisti halda uppi stemmningunni með söng og glensi. Upplestur, gleði og almennur söngur ásamt heitu súkkulaði og smákökum í upphafi aðventu. Njótum og gleðjumst saman. Minnum á kyrrðarstund í Akraneskirkju á miðvikudögum kl. 12:10 og súpu á eftir í Vinaminni. Kr. 500 fyrir súpu og kaffi
Jólaball og aðventuhátíð
3. desember verður jólaball og aðventuhátíð í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Jólaball sunnudagaskólan verður kl. 11 í Vinaminni. Aðventuhátíðin verður kl. 17 í Akraneskirkju. Þá hlustum við á söng frá Kór Akraneskirkju og Kór Grundaskóla og atriði frá strengjasveitum Tónlistarskólans á Akranesi. Tökum saman á móti aðventunni með ljúfum tónum og jólasögu.
Karlakaffi í Vinaminni 29. nóvember kl. 13:30
Miðvikudaginn 29. nóvember kemur Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur, í heimsókn í Karlakaffið. Stundin hefst kl.13:30 og er ætluð fyrir herramennina að koma saman, fræðast og skemmta sér. Kaffi og meðlæti á eftir. Verið velkomnir! Kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10. Tilvalið að taka sér frá amstri hversdagsins og kyrra hugann meðan hlýtt er á tónlist, ritningarorð og bæn. Að stund lokinni er boðið upp á súpu í Vinaminni. Verið velkomin í kyrrðarstund og [...]
Jólamarkaður til styrkar Innra-Hólmskirkju haldinn í Miðgarði um helgina 2. og 3. desember
Laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. desember verður haldinn jólamarkaður í Miðgarði Hvalfjarðarsveit frá kl. 13-17 báða dagana. Á markaðnum verður ýmiskonar handverk, sultur, kleinur, broddur, kæfa og kökur. Einnig verður vöfflu og kaffisala á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur. Athugið ekki posi á staðnum. Sóknarnefndin
Jólahald í skugga áfalla, sorgar og missis
Jólin eru tími hátíðar og gleði, samverustundir þar sem nýjar minningar verða til, tími sem við gjarnan hlökkum til. Jólin og aðdragandi þeirra getur þó verið erfiður tími, einkum í kjölfar breyttra aðstæðna, til dæmis eftir skilnað, ástvinamissi eða annan missi, svo sem að missa heimili sitt vegna náttúruhamfara. Mánudaginn 27. nóvember kl. 20 bjóðum við til samveru í Akraneskirkju um jólahald í skugga áfalla, sorgar og missis. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina [...]
Sunnudagurinn 26. nóvember
26.nóvember er síðasti sunnudagur kirkjuársins, næsta sunnudag hefst nýtt kirkjuár á 1 sunnudegi í aðventu. Þennan sunnudag er fjölbreytt helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli að vanda. Í Akraneskirkju er sunnudagaskóli kl. 11. Þar munu Ása og Jóhanna Elísa taka á móti börnunum með söng, leik og biblíusögu. Í Hallgrímskirkju í Saurbæ er guðsþjónusta kl. 11. sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng undir stjórn Zsuzsönnu Budai organista. Dagurinn endar svo á Kvöldmessu í [...]
Fræðslukvöld í Vinaminni: Jólastressið og aðventan
Mánudaginn 20. nóvember er fræðslukvöld í Vinaminni kl. 20. Aðventan er tími undirbúnings, kyrrðar og íhugunar en um leið er hún oft uppspretta streitu og kvíða. sr. Þráinn Haraldsson fjallar um aðventuna og jólastressið, skoðar birtingarmyndir þess í menninguni í kringum okkur og veltir því upp hvernig aðventan geti verið tími íhugunar og góðra stunda. Við munum einnig skoða hvernig jólasressið birtist í nokkrum þekktum þáttum og bíómyndum og hvernig sé hægt að vinda [...]
Bingó miðvikudaginn 22. nóvember í Opna húsinu
Nú spilum við jólabingó í Vinaminni kl. 13:15 miðvikudaginn 22. nóvember. 500 kr. fyrir spjald og kaffi. Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 eins og alla miðvikudaga og dýrindissúpa í Vinaminni á eftir. Starfið á miðvikudögum er opið öllum - verið velkomin! Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15. Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og [...]
Ljósakrossar á leiði í Kirkjugarði Akraness
Eins og áður verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum, nú í byrjun aðventunnar. Við verðum í garðinum á eftirtöldum dögum: laugardaginn 25.nóvember kl. 11.00.- 15.30. sunnudaginn 26.nóvember kl. 13.00.- 15.30., og laugardaginn 2.desember kl. 13.00.- 15.30. Við höfum lengi styrkt Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi með tækjagjöfum og munum við að sjálfsögðu halda því áfram. Í fyrra afhentum við tæki að verðmæti kr. 7.000.000.-sem endaði í kr. 7.500.000.- sem er færanlegt ómskoðunartæki. [...]
Sunnudagur 19. nóvember: Messa í Leirárkirkju kl. 11 og æðruleysismessa í Akraneskirkju kl. 20
Viltu koma í messu á sunnudaginn? Hefðbundna messu klukkan 11 eða í kvöldmessu kl. 20, eða kannski í sunnudagaskóla? Allt þetta tilheyrir helgihaldi prestakallsins næstkomandi sunnudag 19. nóvember, sem er næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins. Guðspjallstexti dagsins er úr Matteusarguðspjalli og hefur meðal annars að geyma þessi huggunarríku orð Jesú: ,,Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.'' (Matt 11.28). Komdu og njóttu friðar í kirkjunni og [...]
Svavar Knútur og Kristjana Stefáns með Kalmantónleikum í Vinaminni fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20
Hinir söngelsku vinir, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur, munu fagna vetri með virktum á Akranesi 16. nóvember næstkomandi á Kalmantónleikum í Vinaminni kl. 20. Það er búið að vera mikið um að vera hjá þeim sitt í hvoru lagi og hafa þau ekki getað haldið tónleika saman í tvö ár, fyrir utan tvenna tónleika í sumar. En nú mega velunnarar þessa músíkalska pars á Akranesi kætast, því Kalman Listafélagi hefur tekist að lokka þau [...]