Sunnudagaskólinn er hafinn í Akraneskirkju og er alla sunnudaga kl. 11, þar er sungið og sögð biblíusaga auk þess sem  börnin fá límmiða í bókina sína. Umsjón hefur Alda Björk Einarsdóttir.

Barnastarf Akraneskirkju er gjaldfrjálst og opið öllum börnum. Það fer fram alla mánudaga í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Margt skemmtilegt á dagskrá. Umsjón hefur Ása Kolbrún ásamt ungleiðtogum.
Fyrsta samvera á nýju ári er 13. janúar:
6-8 ára kl. 16:15-17:15
9-12 ára kl. 17:30-18:30
Æskó kl. 20-20:30
Kyrrðarstund í Akraneskirkju er alla miðvikudaga kl. 12:10. Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta tónlistar. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap. Súpa kr. 1.000.
Opið hús er í Vinaminni  kl. 13:15 tvo miðvikudaga í mánuði.
Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins. Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffi og meðlæti í lok hverrar samveru kr. 1.000
Fyrsta Opna húsið er 15. janúar, þar fjallar Gunnar Björn Gunnarsson um Skriðuklaustur og langafa sinn Gunnar Gunnarsson rithöfund.
Karlakaffi er í Vinaminni einn miðvikudag í mánuði kl. 13:15.
Þangað fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 1.000
Miðvikudaginn 29. janúar verður Þorragleðin okkar. Söngur og gamanmál ásamt þorramat. Kr. 2500. Skráning í síma 433 1500 eða á netfangið olof[hjá]akraneskirkja.is.