Söngur farfuglanna er er yfirskrift fyrstu tónleika haustsins hjá Kalman listafélagi sem haldnir verða í Vinaminni nk. fimmtudagskvöld kl. 20.
Fram kemur sérlega efnileg ung sópransöngkona Bryndís Guðjónsdóttir ásamt flautuleikaranum Pamela De Sensi og Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara. Þar flytja þær fágaða og spennandi efnisskrá fyrir sópran, flautu og píanó eftir 19. og 20. aldar tónskáld þar sem m.a. ástríðufullir hljómar eftir Ciardi, Donizetti, Alybyev og Rodrigo blandast saman við rómantíska og fágaða hljóma franskra tónskálda og skapa skemmtilegar andstæður.
Miðaverð er kr. 3000 en kr. 2500 fyrir félaga í Kalman listafélagi.
Tónleikaröðin er styrkt af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Næstu Kalman tónleikar haustsins verða svo síðustu fimmtudagana í október og nóvember, þann 27. október og 24. nóvember og hefjast kl. 20. Á októbertónleikunum kemur fram dúóið frábæra Hundur í óskilum með þeim félögum Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen.
—