Mánudagur 2. desember kl. 20: Erindi um jólahald í skugga áfalla, sorgar og missis.
Jólin eru tími hátíðar og gleði, tími samverustunda fjölskyldunnar þar sem nýjar minningar verða til.

Jólin og aðventan reynast sumum erfiður tími, einkum í kjölfar breyttra aðstæðna, til dæmis eftir ástvinamissi eða önnur þung áföll.

Ólöf Margrét Snorradóttir og Þráinn Haraldsson fjalla um sorg og sorgarviðbrögð og ýmis bjargráð sem nýst geta syrgjendum.
Tendrum ljós í minningu látinna ástvina.

Verið velkomin!