Velkomin á tónleika í Vinaminni í kvöld kl. 20 á vegum Kalman- tónlistarfélags Akraness og Kórs Akraneskirkju. Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Strokið um strengi“ og eru tileinkaðir Þórarni Guðmundssyni tónskáldi, sem einmitt var fæddur þennan dag.
Fram koma Kór Akraneskirkju undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, Björg Þórhallsdóttir sópran, Ívar Helgason tenór, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Afkomendur Þórarins kynna, sýna kvikmynd og segja sögur af tónskáldinu.
Aðgangseyrir er kr. 3000 og allir eru velkomnir.
Boðið verður upp á vöfflukaffi í hléi.