Sumarnámskeið fermingarfræðslunnar hefst í næstu viku og stendur frá mánudegi til fimmtudags, 19. – 22. ágúst.

Börn úr Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla mæta kl. 9 – 12 og börn úr Grundaskóla kl. 13 – 16.

 

Námskeiðið verður kennt í Safnaðarheimilinu Vinaminni og biðjum við um að mætt sé fimm mínútum fyrr svo hægt sé að byrja á réttum tíma. Boðið verður upp á ávaxtahressingu yfir daginn.

Vinsamlegast tilkynnið veikindi eða önnur forföll á skrifstofu kirkjunnar í s. 433 1504. Ef fermingarbarn missir úr hluta af námskeiðinu þarf að vinna það upp með mætingu í september, með þeim sem ekki taka þátt í sumarnámskeiðinu.

 

Við biðjum börnin að taka með sér skriffæri.

 

Á námskeiðinu fá ungmennin messumætingarblað þar sem þau safna stimplum fyrir messumætingu. Við munum fara yfir það í fyrstu kennslustund hvaða kröfur eru gerðar um mætingu í fermingarstarfinu.

 

Eftir sumarnámskeiðið verður kennt einu sinni í mánuði og dagsetningar þeirra tíma munu liggja fyrir í lok ágúst. Fyrsta mánaðarlega samveran verður í lok september.

 

Á Facebook er hópur (Fermingar vorið 2025 á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit) þar sem við deilum öllum nýjustu upplýsingum, við hvetjum ykkur til að ganga í hópinn.

https://www.facebook.com/groups/347954291637919

 

Við hlökkum til að hefja fermingarfræðsluna og hitta fermingarbörnin í næstu viku. Ef þið hafið einhverjar spurningar, hikið þá ekki við að hafa samband.