Viltu koma í messu á sunnudaginn? Hefðbundna messu klukkan 11 eða í kvöldmessu kl. 20, eða kannski í sunnudagaskóla? Allt þetta tilheyrir helgihaldi prestakallsins næstkomandi sunnudag 19. nóvember, sem er næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins. Guðspjallstexti dagsins er úr Matteusarguðspjalli og hefur meðal annars að geyma þessi huggunarríku orð Jesú: ,,Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt 11.28). Komdu og njóttu friðar í kirkjunni og nærandi samfélags, á sunnudagsmorgun eða sunnudagskvöld.
Kl. 11 er messa í Leirárkirkju. Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng, organisti Zsuzsanna Budai. Sr Ólöf Margrét þjónar. Meðhjálpari Kolbrún Sigurðardóttir.
Kl. 20 er æðruleysismessa í Akraneskirkju. Tónlistarmaðurinn KK spilar og syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, sr. Ólöf Margrét þjónar. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirdóttir.
Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11 í umsjón Ásu Kolbrúnar og Jóhönnu Elísu.
Verið velkomin til kirkju!