Sunnudagurinn 15. desember er þriðji sunnudagur í aðventu. Þá verður messað í Akraneskirkju kl. 11 og aðventuhátíð í Saurbæ kl. 20.

Akraneskirkja
Guðsþjónusta kl. 11
Hljómur, Kór FEBAN, syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr Ólöf Margrét leiðir stundina.

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Aðventuhátíð kl. 20
Jólaminningar úr Hvalfirðinum, jólasálmar og -söngur. Endum góða samveru með piparkökum og heitu súkkulaði.
Organisti Zsuzsanna Budai. Kór Saurbæjarprestakalls syngur jólasálma og leiðir almennan söng. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur einsöng og deilir jólaminningu. Þær Valdís Valgarðsdóttir og Dúfa Stefánsdóttir munu einnig segja frá sínum bernskujólum eða minningum um jólahald í sveitinni. Meðhjálpari er Ágústa Björg Kristjánsdóttir.
Þráinn Haraldsson og Ólöf Margrét Snorradóttir leiða stundina.