Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Aðventa – tími vonarinnar
"Í lok árs fáum við tækifæri til íhugunar og skoðunar. Við minnumst góðu stundanna og sigranna, með gleði og stolti. Erfiðu stundirnar sem vöktu hjá okkur sorg fljóta líka í gegnum hugann og gera öðruvísi vart við sig en gleðistundirnar á leið sinni þar um. Það getur reynst erfitt að kveðja það sem liðið er og kemur ekki til baka, en það er hollt fyrir okkur að líta yfir farinn veg og gera upp liðna tíma."
Söngglaðir prestar – Frétt af kirkjan.is
Kirkjan.is rakst á fallegt aðventudagatal Akraness og þann 11. desember voru prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli gestir dagatalsins sem þau Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Gunnarsson stjórna.
Jól 2020
Nú líður að jólum og tilhlökkunin farin að stíga hjá flestum okkar. Jólin í ár verða samt öðru vísi en öll önnur jól, en nú fögnum við fæðingu frelsarans í skugga heimsfaraldurs. Það er því nauðsynlegt að breyta út af vananum og margt mun ekki fara fram samkvæmt hefðum. Það á eflaust við um mörg jólaboð og annað slíkt. Það sama er að segja um kirkjuna. Í kirkjum Garða og Saurbæjarprestakalls verða ekki [...]
Þriðji sunnudagur í aðventu
Áskorun á þriðja sunnudegi í aðventu. Tökum okkur tíma til að rækta okkur sjálf og ekki minnst sambandið við Guð almáttugan
Aðventukveðja á öðrum sunnudegi í aðventu
Sr. Jónína Ólafsdóttir flytur kveðju úr Garða- og Saurbæjarprestakalli, sunnudaginn 6. desember kl. 11
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Aðventustund frá Garða- og Saurbæjarprestakalli með tónlist og spjalli um aðventuna, jólin og jólaundirbúningin á Covid tímum.
Jólamarkaður til styrktar Innra-Hólmskirkju
Laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. nóvember verður haldinn jólamarkaður í Miðgarði, Hvalfjarðarsveit frá kl. 12–18. Á markaðinum verður ýmiskonar handverk, sultur, kleinur, broddur, kæfa og kökur. Sóttvarnarreglur verða að sjálfsögðu virtar og því verða fjöldatakmarkanir og grímuskylda. Vert er að hafa það í huga að ekki verður posi á staðnum
Kirkjan í Covid
Eins og allir vita hefur ekki verið messað um nokkra hríð, meðan samkomutakmarkanir eru í gildi, annað safnaðarstarf hefur einnig legið niðri s.s. bænastundir, opið hús fyrir eldri borgara, sunnudagaskóli, barna og æskulýðsstarf og fermingarfræðsla. Nú hefur verið létt á takmörkunum er varða barnastarf og mun það hefjast samkvæmt dagskrá þriðjudaginn 24. nóvember. Engu að síður er margt sem gerist í kirkjunni. Prestarnir sinna töluverðri sálgæslu, hún er mikið í símtalsformi um þessar mundir [...]
Kirkjan hugsar til þeirra sem látist hafa í umferðaslysum
Í dag þann 15. nóvember er Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa. Þá er þeirra minnst um allt land sem látist hafa í umferðaslysum.
Náttúruspjall af Elínarhöfða
Náttúruspjall sr. Jónínu Ólafsdóttur, laugardaginn 14, nóvember
Kirkjuklukkur frá 1965
Samhliða endurbótum sem gerðar voru á Akraneskirkju árið 1965, gáfu hjónin Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir Akraneskirkju þrjár koparklukkur í tilefni af 60 ára brúðkaupsafæmli sínu.