Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Helgihald
Ýmislegt
Fréttasafn
Karlakaffi 2. október – Myndir frá Akranesi
Miðvikudaginn 2. október er fyrsta Karlakaffi vetrarins en þar verður brugðið upp gömlum ljósmyndum frá Akranesi. Sr Þráinn sér um stundina ásamt Hilmari Erni organista. Spjall, ásamt kaffi og köku í lokin. Kr. 1000. Kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir. Súpa kr. 1000.
Barna- og æskulýðsstarf í Vinaminni
Vetrarstarfið er komið á fullt skrið í Akraneskirkju og barna- og æskulýðsstarfið hefur farið vel af stað. Sunnudagaskóli er alla sunnudaga kl. 11 í umsjá Öldu Bjarkar, þar er sungið og sögð biblíusaga auk þess sem börnin fá límmiða í bókina sína. Alla mánudaga er barnastarf í Vinaminni, umsjón hefur Ása Kolbrún ásamt ungleiðtogum. Fyrsti hópurinn er kl. 16:15 og er það aldurinn 6-8 ára eða 1.-3. bekkur. 5.-7. bekkur eða 9-12 starfið hefst [...]
Sunnudagur 29. október – fjölbreytt helgihald
Það er fjölbreytt helgihald í kirkjum prestakallsins sunnudaginn 29. september. Í Akraneskirkju er sunnudagaskóli kl. 11. Þar mun Alda Björk leiða stundina með söng, leik og biblíusögu. Sunnudagaskólinn er frábært fjölskyldustund fyrir börn á leikskólaaldri og yngstu bekkjum grunnskólans með foreldrum sínum og fjölskyldu. Í vetur safna börnin límmiðum í sunnudagskólabók sem allir fá að gjöf. Um kvöldið er svo kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20. Þráinn Haraldsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og predikar, Hilmar [...]
Opið hús – Bingó
Miðvikudaginn 25. september er Opið hús í Vinaminni og verður spilað bingó. Dagskráin hefst kl. 13:15 og lýkur með kaffi og köku. Kyrrðarstund að venju í Akraneskirkju kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir. 1000 krónur fyrir súpu og kaffi og bingóspjald Verið velkomin!
Sunnudagur 15. september í Akraneskirkju
Jesús Kristur afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu (2.Tím 1. 10b). Sunnudagaskóli kl. 11 Alda Björk leiðir sunnudagaskólann, söngur og sögur, börnin fá límmiða í bókina sína. Við hlökkum til að sjá ykkur í sunnudagaskólanum. Kvöldmessa kl. 20 Hilmar Örn organisti og kórinn syngur ljúfa sálma. Sr Ólöf Margrét þjónar Verið velkomin i endurnærandi samveru í helgarlok. Hjúkrunarheimilið Höfði Guðsþjónusta kl. 17:15
Opið hús í Vinaminni!
Miðvikudaginn 11. september verður fyrsta opna hús vetrarins. Dagskráin hefst kl. 13:15. Að þessu sinni skemmtir Hilmar okkur ásamt góðum söngdívum. Umsjón hefur Ólöf Margrét Snorradóttir Kyrrðarstund að venju í kirkjunni kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir. kr. 1000 fyrir súpu.
Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 8. september er fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Tekið verður á móti börnunum með bók og límmiða og sögð biblíusaga. Þráinn Haraldsson og Alda Björk stjórna stundinni, Lenka Meteova spilar á píanó og orgel og Kór Akraneskirkju leiðir söng. Verið öll velkomin á skemmtilega fjölskyldustund í Akraneskirkju
Sunnudagaskólinn hefst 1. september
Velkomin í sunnudagaskólann Sælir eru friðflytjendur! Sunnudagaskólinn hefst næsta sunnudag 1. september kl. 11 og að vanda verður sungið af gleði, sögð biblíusaga og jafnvel sjáum við hvað Nebbi er að bralla. Alda Björk Einarsdóttir, leikskólakennari, hefur umsjón með sunnudagaskólanum í vetur ásamt Jóhönnu Elísu sem spilar á píanóið. Sr Ólöf og sr Þráinn líta líka inn. Við erum friðflytjendur! er yfirskrift sunnudagaskólans í vetur og fá börnin fallega bók og safna í hana [...]
Kvöldmessa í Akraneskirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 20
Sunnudagur 25. ágúst - þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Kristur segir: Allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra það hafið þér gjört mér. Mt 25.40 Kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20. Prestur er sr Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrum vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Verið velkomin til kirkju
Sumarnámskeið fermingarfræðslunar
Sumarnámskeið fermingarfræðslunnar hefst í næstu viku og stendur frá mánudegi til fimmtudags, 19. – 22. ágúst. Börn úr Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla mæta kl. 9 – 12 og börn úr Grundaskóla kl. 13 – 16. Námskeiðið verður kennt í Safnaðarheimilinu Vinaminni og biðjum við um að mætt sé fimm mínútum fyrr svo hægt sé að byrja á réttum tíma. Boðið verður upp á ávaxtahressingu yfir daginn. Vinsamlegast tilkynnið veikindi eða önnur forföll á [...]
Sunnudagur 18. ágúst
Kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20 Sr Ólöf Margrét þjónar, organisti Hilmar Örn Agnarsson
Helgistund á sumarkvöldi – 11. ágúst kl. 20 í Akraneskirkju
Sunnudaginn 11. ágúst hefst helgihald að nýju í prestakallinu, kl. 20 í Akraneskirkju. Helgistund á sumarkvöldi! Allir textar lesnir, sumarljóð og sálmar, íhugun og bæn. Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina