Uppstigningardagur 9. maí – kirkjudagur aldraðra

Forsíða/Uncategorized/Uppstigningardagur 9. maí – kirkjudagur aldraðra

Uppstigningardagur 9. maí – kirkjudagur aldraðra

Hljómur syngur í messu á uppstigningardag kl. 11
Vorferð kl. 12

Á kirkjudegi aldraðra, uppstigningardag, er guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Hljómur, kór FEBAN, syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir.

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni, þá lyftum við upp og minnum á og þökkum það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni.
Komum saman og gleðjumst á þessum degi.

Verið velkomin til kirkju!

Vorferð kirkjustarfsins í Borgarfjörðinn verður að lokinni guðsþjónustu kl. 12. Þá er haldið að Hvanneyri þar sem við snæðum súpu, kíkjum kannski í Ullarselið áður en við keyrum hring um Borgarfjörð. Á bakaleiðinni skoðum við Melasveitina og stoppum svo á Laxárbakka. Áætluð heimkoma er 16:30.

Þátttökugjald er kr. 5000. Skráning í síma 433 1500 eða hjá olof@akraneskirkja.is

2024-05-07T13:29:38+00:00
Go to Top