Sorgin sækir alla heim um síðir. Það kennir mannleg reynsla. En á sama tíma og hún skyggir fyrir sólu þurfa aðstandendur að huga að útför ástvinar. Þá er dýrmætt að njóta fulltingis þeirra sem vel þekkja til á þeim vettvangi. Útfararþjónusta Akraneskirkju annast útfarir frá Akraneskirkju og öðrum kirkjum innan prófastdæmisins. Í rúma þrjá áratugi hefur hún veitt aðstandendum mikilvæga aðstoð við undirbúning og framkvæmd útfara. Útfararþjónusta Akraneskirkju annast alla þá þætti sem aðstandendur óska eftir.
Við andlát þarf fyrst að huga að eftirfarandi.
Hafa samband við prest Hann dagsetur kistulagningu og útför í samráði við aðstandendur -auk þess sem hann er sálusorgari Hafa samband við útfararþjónustu Útfararstjóri hittir aðstandendur og hugar að undirbúningi
Hvað tekur Útfararþjónusta Akraneskirkju að sér?
- Líkflutninga og geymslu á líkum
- Útvegar kapellu fyrir kistulagningu
- Útvegar kirkju fyrir útför
- Útvegar safnaðarheimili eða annað húsnæði fyrir erfidrykkju
- Ræður organista, kórfólk og annað tónlistarfólk
- Fær hjúkrunarfræðing til að búa um hinn látna/hina látnu
- Aðstoð við val á kistu
- Pantar kistuskreytingu
- Útvegar legstað í kirkjugarði ef hann er ekki fyrir hendi
- Útvegar dánarvottorð
- Aflar líkbrennsluheimildar, ef um bálför er að ræða, og sér um flutning á duftkeri
- Útvegar kross á leiði og uppsetningu hans strax á eftir greftrun
- Tilkynnir andlát í fjölmiðlum – ef þess er óskað
Önnur minnisatriði
Dánarvottorð fara aðstandendur sjálfir með til skiptaráðenda/sýslumanns, tilkynna andlátið og fá heimild fyrir útförinni (graftarleyfi). Líkmenn eru ýmist 6 eða 8 Útfararstyrk veita mörg stéttarfélög Kostnaður við prestsþjónustu er greiddur af kirkjugörðunum, svo og kostnaður við grafartöku Prestur setur upp athöfnina og raðar niður sálmum og lögum í samráði við aðstandendur
Dæmi um uppsetningu á hefðbundinni útför
Forspil Bæn Sálmur Ritningarorð Sálmur Guðspjall Sálmur (jafnvel einsöngur / einleikur) Minningarorð Bæn / Faðir vor Sálmur Moldun Sálmur: Allt eins og blómstrið eina Blessun Eftirspil
Almennar upplýsingar
Fullt nafn hins látna
Lögheimili
Póstnúmer
Staður
Kennitala
Fæðingarstaður
Dánarstaður
Dánardagur
Stétt eða staða
Nafn nánasta aðstandanda
Lögheimili
Staður
Póstnúmer
Kennitala
Heimasími
Vinnusími
Er grafreitur fyrir hendi? Hvert er þá númer hans og nöfn þeirra sem þar hvíla, ásamt síðasta heimilisfangi
Útfararstjóri
Anna Kristjánsdóttir er útfararstjóri hjá Útfararþjónustu Akraneskirkju. Útfararstjóri sýnir aðstandendum fullan trúnað og er bundinn þagnareiði um allt það sem fram fer í starfi hans. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu sem einkennist af nærgætni, hlýju og virðingu.
Skrifstofa Útfararþjónustunnar er opin frá kl 10:00 til 16:00 alla virka daga
Skólabraut 13, 300 Akranesi
Símanúmer 433-1500 og 896-4703