Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Helgihald
Ýmislegt
Fréttasafn
Gleðilegt nýtt ár!
Prestar, sóknarnefndir og starfsfólk safnaðanna í Garða- og Saurbæjarprestakalli óska ykkur blessunarríks nýs árs. Við þökkum ánægjulegar samverustundir liðinna ára og hlökkum til samveru í helgihaldi og safnaðarstarfi á nýju ári. Helgihald og safnaðarstarf heldur áfram með hefðbundnu sniði og verið hefur, kvöldmessur verða áfram í Akraneskirkju auk fjölskylduguðsþjónustu einu sinni í mánuði. Bænastundir á miðvikudögum hefjast 11. janúar, sömuleiðis opið hús. Barna- og æskulýðsstarf hefst mánudaginn 16. janúar. Verið velkomin til kirkju! Akraneskirkja [...]
Fögnum nýju ári
Nú árið er liðið Gamlársdagur, 31. desember: Guðsþjónusta á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða kl. 11:30 Kór Saurbæjarprestakalls syngur undir stjórn Zsuzsönnu Budai, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Nýársdagur, 1. janúar: Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 14 Fögnum nýju ári í guðsþjónustu á fyrsta degi ársins. Atli Guðlaugsson og Bjarni og Guðlaugur Atlasynir, sem skipa Tindatríóið, syngja ásamt söngkonunni Björgu Þórhallsdóttur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir og [...]
Jóladagskrá Garða- og Saurbæjarprestakalls
Yfir hátíðarnar er fjölbreytt helgihald í kirkjum Garða- og Saurbæjarprestakalls. Báðar kórar prestakallsins syngja í jólamessunum sem og einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Það gleður okkur að taka á móti kirkjugestum þessi jóla eftir covid takmarkanir síðustu ára. Nánari upplýsingar um dagkránna er hér fyrir neðan. Verið velkomin til kirkju. […]
Kertasala – Fjáröflun Kirkjunefndar Akraneskirkju
Kirkjunefnd Akraneskirkju selur þetta fallega kerti til fjáröflunar fyrir nefndina en ágóði af kertasölunni rennur til góðra málefna. Kertið er með mynd eftir Gísla J. Guðmundsson, falleg mynd af báðum vitunum með Akrafjallið í bakgrunn. Hægt er að panta kerti hjá Hjördísi Garðarsdóttur sími 848 2307 og nálgast það alla sunnudaga í aðventunni á vinnustofunum Ægisbraut 30, Akranesi. Kertin eru einnig til sölu í Vinaminni á opnunartíma
Diddú og drengirnir syngja inn jólin í Hallgrímskirkju í Saurbæ
Diddú og drengirnir koma aftur í Hallgrímskirkju í Saurbæ með glæsilega aðventutónleika. Sigrún Hjálmtýsdóttir og sex manna blásarasveit flytur jólatónlist sem heillar alla. Sérstakir gestir þeirra eru Margrét Bóasdóttir, sópran og Kór Saurbæjarprestakalls, stjórnandi Zsuzsanna Budai. Aðgangseyrir kr. 2500.- fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn. Verið hjartanlega velkomin að njóta þessarar stundar í kirkjunni.
Ljúfir jólatónleikar Kirkjukórs Akraneskirkju fimmtudaginn 15 desember kl. 19.30 og 21.00
Jólafriður - Jólasöngvar á aðventu í Akraneskirkju 15. desember. Kórinn heldur tvenna tónleika í Akraneskirkju fimmtudaginn 15 desember kl. 19.30 og 21.00 Kór Akraneskirkju ásamt einsöngvurum úr hópi kórfélaga Píanó: Birgir Þórisson Orgel: Eyþór Franzson Wechner Óbó: Peter Tompkins Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson Miðaverð er kr. 3.500 og forsala er í Versluninni Bjargi
Aðventuhátíðir Garða- og Saurbæjarprestakalls
Þriðja sunnudag í aðventu, 11. desember verða aðventuhátíðir í prestakallinu. Aðventuhátíð barnanna verður haldið í Akraneskirkju kl. 11. Þar mun Kór Grundaskóla syngja, við munum heyra jólasögu og syngja saman jólalög. Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna. Um kvöldið er aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Þar mun Kór Saurbæjarprestakalls flytja nokkur lög ásamt einsöngvurum úr kórnum. Ólafur Sverrisson er ræðumaður kvöldsins, hann hefur mikla tengingu við Hvalfjörðin og er formaður sumarbúðana í Vatnaskógi.
Opið hús 7. desember kl. 13:15
Ég kemst í hátíðarskap - jólastund í opnu húsi í Vinaminni 7. desember kl. 13:15 Söngur, jólasaga og góð samvera. Jólakaffi í lok stundar Sérstakir gestir eru Kristín Steinsdóttir og Helga Möller. Kristín segir frá bókum sínum og Helga Möller syngur jólalögin af sinni alkunnu snilld. Verið velkomin á jólastund í Vinaminni!
Helgihald um aðventu og jól
4. desember - Jólaball sunnudagaskólans kl.11 í Vinaminni 5. desember - Sorgin og jólin. Samvera kl. 20 í Vinaminni 7. desember - Opið hús kl. 13.15 í Vinaminni. Jólastund með Helgu Möller og Kristínu Steinsdóttur 11. desember - Aðventuhátíð barnanna kl. 11 í Akraneskirkju Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20 15. desember - Jólatónleikar Kirkjukórs Akraneskirkju í Akraneskirkju kl. 19.30 18. desember - Jólasöngvar kl. 11 í Akraneskirkju. Diddú og drengirnir verða með [...]
Karlakaffi 30. nóvember kl. 13:30
Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Einu sinni í mánuði í Safnaðarheimilinu Vinaminni klukkan 13:30. Gestur í karlakaffinu 30. nóvember er Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri. Segir hann frá starfi sínu og kannski nýjum lyftubíl slökkviliðsins. Kaffi að hætti hússins á eftir. Velkominn í karlakaffi!
Syngið Drottni nýjan söng – ný Sálmabók
Á dögunum kom út ný Sálmabók íslensku kirkjunnar, en að henni hefur verið unnið undanfarin ár. Er það sálmanefnd á vegum Biskupsstofu sem á veg og vanda að söfnun sálmanna og uppröðun sem og að afla tilskilinna leyfa höfunda og handhafa höfundarrétta. Sálmarnir eru 795 talsins, margir þeirra hafa verið í eldri útgáfum sálmabókarinnar en þó nokkuð er um nýja sálma, eftir íslenska höfunda, eða íslensk þýðing við erlent lag líkt og í eldri [...]
Ljósakrossar í Kirkjugarði Akraness
Eins og áður verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum, nú í byrjun aðventunnar. Við verðum í garðinum á eftirtöldum dögum: laugardaginn 26.nóvember kl. 11.00.- 15.30. sunnudaginn 27.nóvember kl. 13.00.- 15.30., og laugardaginn 3.desember kl. 13.00.- 15.30. Við höfum lengi styrkt Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi með tækjagjöfum og munum við að sjálfsögðu halda því áfram. Í fyrra afhentum við tæki að verðmæti kr. 3.707.000.- nú í ár munum við afhenda tæki að [...]