Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Helgihald
Ýmislegt
Fréttasafn
Konudagsmessa í Akraneskirkju kl.20
Konudagsmessa verður í Akraneskirkju sunnudaginn 20.febrúar kl. 20. Ingibjörg Pálmadóttir verður með hugvekju og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona syngur. Séra Ólöf Margrét og séra Þóra Björg þjóna. Félagar úr Kór Akraneskirkju syngja, Hilmar Örn Agnarsson organisti leikur undir ásamt hljómsveit.
Kirkjustarf hefst á nýjan leik
Nú þegar létt hefur verið á sóttvarnartakmörkunum hefjum við hefðbundin kirkjustarf á nýjan leik. Alla sunnudaga er sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 10 og guðþjónsta kl. 11 en síðasta sunnudag í mánuði er messa kl. 20. Messað er reglulega í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Leirárkirkju og Innra-Hólmskirkju og er það auglýst sérstaklega. Á mánudögum fer fram barna og æskulýðsstarf Akraneskirkju. 6-9 ára starf kl. 15, 10-12 ára starf kl. 17 og æskulýðsfélag kl. 20. Alla miðvikudaga [...]
Barna- og unglingastarfið hefst 31. janúar
Loksins, loksins hefst barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar á ný mánudaginn 31. janúar. 6-9 ára starfið er á mánudögum kl. 15-16. 10-12 ára starfið er á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsfélagið (8.-10.bekkur) er á mánudögum kl. 20.00-21.30. Dagskrárnar má nálagst hér á heimasíðu kirkjunnar og við hvetjum ykkur eindregið til að skrá börnin í starfið.
22.02.22 – Er það ykkar hamingjudagur?
22.02.22 - frábær dagur, ekki satt? Eruð þið búin að stefna að brúðkaupi en aldrei orðið af því, kannski út af covid eða bara einhverju allt öðru. Þann 22.02.2022 verður boðið upp á drop in brúðkaup í Akraneskirkju, einföld en falleg og hátíðleg athöfn. Tilvalið tækifæri til að láta verða af því að gifta sig og svo er auðvelt að muna dagsetninguna, sem getur komið sér vel. Fyrir ykkur sem hafið alltaf ætlað að [...]
3. bekkingar una sér vel í gamla Iðnskólanum
Skólahúsið sem gjarnan er kallað gamli Iðnskólinn var byggt 1912. Fyrst um sinn var húsnæðið nýtt undir barnaskóla, síðan gagnfræðaskóla, þá iðnskóla og svo aftur barnaskóla. Nú hefur húsið ekki verið notað sem skólahúsnæði um árabil. Gamli Iðnskólinn hefur síðustu ár verið vel nýttur fyrir kirkjuna. En þar fer fram allt barna- og æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, ævintýranámskeið, listnámskeið og þangað er athöfnum einnig streymt af og til. Nú þegar verið er að laga húsnæði Brekkubæjarskóla [...]
Nýjar takmarkanir
Á miðnætti taka gildi nýjar sóttvarnartakmarkanir. Þær munu hafa mikill áhrif á starfsemi kirkjunnar. Allt venjubundið starf kirkjunnar fellur niður þar til 2. febrúar. Þetta á við um guðsþjónustur, bænastundir, barna og æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, eldri borgara starf og karlakaffi. Takmarkanir við skírnir og brúðkaup eru 10 manns en 50 manns mega koma saman við útfarir. Safnaðarheimilið er áfram opið og við minnum á viðtalstíma prestanna. Bæði er hægt að koma í viðtöl [...]
Allt helgihald fellur niður 16. janúar
Biskup Íslands hefur mælst til þess að fólk verði ekki kallað til helgihalds um helgina vegna neyðarstigs sem almannavarnir hafa lýst yfir. Við aflýsum því áður auglýstu helgihaldi. Við minnum á að skrifstofurnar okkar eru opnar á virkum dögum og prestarnir eru ávallt til viðtals. Upplýsingar um netföng og símanúmer má finna hér á heimasíðunni. Nánari upplýsingar um helgihald næstu vikur mun birtast hér á síðunni eftir helgi. Hlýjar kveðjur, Starfsfólk Garða- og Saurbæjarprestakalls
Kirkjustarfið næstu vikurnar
Enn á ný hafa samkomutakmarkanir sett mark sitt á starfið í kirkjunum okkar. Öllu helgihaldi var aflýst yfir jól og áramót og einnig sunnudaginn 9. janúar. Samkvæmt núgildandi takmörkunum mega 50 manns koma saman við sitjandi athafnir í kirkjunni. Við munum því byrja almennt helgihald sunnudaginn 16. janúar, þá í Akraneskirkju kl. 11. Bænastundir hefjast miðvikudaginn 12. janúar kl. 12.15 í Akraneskirkju, en ekki verður boðið upp á súpu eftir stundina eins og [...]
Streymi frá útför Ingibjargar Eggertsdóttur
Upptaka frá útför Ingibjargar Eggertsdóttur verður aðgengileg á vef Akraneskirkju seinni partinn í dag, föstudaginn 7 janúar. Aðilinn sem sá um streymið í gegnum síðu Akraneskirkju var í tæknilegum örðugleikum, en hann ætlar að setja upptöku frá athöninni inn seinna í dag og þá vonum við að hægt verði að horfa á athöfnina.
Öllu helgihaldi aflýst um jól og áramót
Í ljósi aðstæðna og nýrra takmarkana sem tekið hafa gildi hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa öllu helgihaldi um jól og áramót. Þetta er þungbært en það sem við töldum skynsamlegast. Við viljum minna á að prestar prestakallsins eru til viðtals yfir hátíðarnar. Það mun koma jólakveðja frá prestunum á morgun Þorláksmessu og einnig á milli jóla og nýárs. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Helgihald um jól og áramót
Það líður að jólum þrátt fyrir að margt sé óvenjulegt og enn séu í gildi sóttvarnartakmarkanir. Í kirkjum Garða- og Saurbæjarprestkalls mun fara fram fjölbreytt helgihald um jólin. Í stærstu messunum á aðfangadag og jóladag verður kirkjunni skipt í sóttvarnarhólf og með því móti er hægt að taka á móti fleiri gestum en 50. Við biðjum alla að fylgja fyrirmælum starfsfólks þegar komið er til kirkju og eins þegar gengið er út. Sunnudaginn 19. [...]