Í vetur hefur farið fram dýrmætt safnaðarstarf í Vinaminni sem opið er öllum í prestakallinu. Barna- og æskulýðsstarf, opið hús og karlakaffi, auk fræðslukvölda og fermingarstarfs. Prestar og annað starfsfólk er þakklátt fyrir samveruna og hlakkar til áframhaldandi starfs næsta vetur. En nú er maímánuður genginn í garð og safnaðarstarfi vetrarins lýkur brátt. Af því tilefni er margt á döfinni hjá okkur, vorferðir og sumarhátíð. Verið velkomin!
Sunnudaginn 5. maí kl. 11 er lokahátíð sunnudagaskólans í Akraneskirkju. Saga, söngur og mikið fjör. Rebbi býður okkur í afmæli og svo verður hoppukastali og pylsur. Umsjón hefur sr. Þóra Björg ásamt Jóhönnu Elísu.
Miðvikudaginn 8. maí kl. 13:15 er síðasta opna hús vetrarins í Vinaminni. Söngur og gamanmál.
Fimmtudaginn 9. maí, uppstigningardag, kl. 11 er guðsþjónusta í Akraneskirkju í tilefni kirkjudags aldraðra. Hljómur, kór FEBAN, syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar. Organisti Hilmar Örn Agnarsson, prestur Ólöf Margrét.
Vorferð opnahússins fimmtudaginn 9. maí kl. 12. Að lokinni guðsþjónustu er vorferð kirkjustarfs fullorðinna, það er opna hússins og karlakaffis. Farið er í Hvanneyri þar sem snædd verður súpa í sal Landbúnaðarháskólans og svo ekið um sveitir Borgarfjarðar. Á bakaleiðinni er stoppað á Laxárbakka. Kr. 5000. Skráning í síma 433 1500 eða hjá olof[hjá]akraneskirkja.is. Áætluð heimkoma um kl. 16:30.
Mánudaginn 6. maí er Capture the flag leikur í síðastu samveru barnastarfsins fyrir vorferð.
Mánudaginn 13. maí vorferð barnastarfsins. Nánar auglýst síðar.
Miðvikudagur 15. maí kl. 13:15 er síðasta karlakaffi vetrarins. Gísli Geir Harðarson, safnari kemur í heimsókn.
Kyrrðarstund og súpa í hádeginu að venju í hádeginu alla miðvikudaga út maí.