Sunnudagur 6. júní
kl. 17:00 Tunglið og ég – Michel Legrand á íslensku
Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarson píanóleikari flytja lög franska tónskáldsins Michel Legrand (1932-2019). Hann er helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarnir þýddir/samdir af Árna Ísakssyni og Braga Valdimari Skúlasyni.
Miðasala á tix og í netfanginu kalmanlistafelag@gmail.com